Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 101
EFAHYGGJA OG AFNEITUN
afar gagnrýnar á málflutning manna eins og Als Gore."18 í „Heimsslitum“
(8. apríl 2008) segir Egill:
Hugmyndirnar um stórkostlegar hamfarir af völdum lofts-
lagsbreytinga spretta af trúarlegri þrá - sem einnig birtist í
stjómmálahugmyndum eins og kommúnisma og nasisma -
eftir heimsslitum; atburði sem toppar alla hina. Syndaflóði.
Þetta er mjög blandið djúprættri sektarkennd sem virðist vera
fylgifiskur mannsins frá örófi alda. Að maðurinn sé spilltur í
eðli sínu og eigi að gjalda fyrir það. Nú felst erfðasyndin í því að
við höfum syndgað gegn plánetunni - ekki gegn guði eins og í
kristindóminum. Fleira í þessu er með trúarlegu yfirbragði. Þeir
sem gagnrýna þessar hugmyndir - eða benda einfaldlega á að
dómsdagur sé ekki endilega í nánd - eru kallaðir afneitarar. Þeir
em villutrúarmenn og em úthrópaðir sem shkir. A1 Gore fer um
heiminn eins og farandtrúboði með tjald sitt. Eins og títt er um
slíka prédíkara snýst þetta dálítdð um peninga líka.59
Ef trúa á orðum Egils þá byggja varnaðarorð þeirra sem vara við afleiðing-
um loftslagsbreytinga ekki á vísindalegum rökum heldur á trúarlegri þrá
(þrátt fyrir allar rannsóknirnar sem benda til breytinganna). Egill gengur
svo langt að leggja umhverfisvemdammræðuna að jöfnu við hugmyndir
kommúnista og nasista um hreinsandi og gjöreyðandi afl, um leið og hann
58 Sjá bloggfærslur Egils „New Statesman um mansal og hlýnun jarðar“ (31.3. 2008),
„Fræði Als Gore“ (2.4. 2008), „The Gore Effect" (3.4. 2008), „Tveir jöfrar“
(4.4. 2008), „Litla ísöldin“ (4.4. 2008), „Heimsslit“ (8.4. 2008) og „Er heimilt að
gagnrýna fræðin?“ (8.4. 2008). Færslumar má allar nálgast á: http://www.eyjan.is/
silfuregils/.
,9 Sjá bloggfærslu Egils Helgasonar „Heimsslit" frá 8. apríl 2008: http://eyjan.is/silf-
uregils/2008/04/08/heimsslit/#comments [sótt 8.4. 2008]. Egill ítrekar þessa sýn
þegar hann bregst við gagnrýni á bloggfærslur eftir sig: „Ef maður jarmar ekki í
kómum um að allt sé að fara til helvítis vegna hlýnunar andrúmsloftsins, að dóms-
dagur sé í nánd - er maður þá aftaníossi Bush?“ Síðan bætir hann við: „Vandinn
er meðal annars að þetta er blandið sektarkennd með trúarívafi, að mannkynið sé
sekt og þurfi að borga fýrir syndir sínar - allt óhófið semsagt.“ Báðar setningar
má finna í ummælakerfinu sem fylgir bloggfærslu Egils „Litla ísöldin“ frá 4. apríl
2008. Sjá: http://eyjan.is/silfuregils/2008/04/04/litla-isoldin/#comments [sótt 6.
apríl 2008]. Sjá líka færslurnar „Hræðsluáróður og gróðurhúsaáhrif* ffá 16. mars
2005: http://eyjan.is/silfuregils/2 005/03/16/hræðsluaroður-og-groðurhusaahrif/
[sótt 12. nóvember 2008]; og „Ulfur úlfur“ frá 30. janúar, 2007: http://eyjan.is/
silfuregils/2007/01/30/ulfur-ulfur/ [sótt 3. mars 2007].
99