Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Qupperneq 103
EFAHYGGJA OG AFNEITUN
I tungumáli hrakspárinnar er ógn loftslagshlýnunar komið afdráttar-
laust til skila. Höfundar sækja í kvikmyndakóða máli sínu til stuðnings
og orðræðan ber trúarlegan keim af því að hún vísar ríkulega í dauða og
tortímingu. Hrakspárorðræðan æsir stundum í þessari mynd, hún tekur
jafnvel á sig form „loftslagskláms“,64 þar sem stuðst er við tungumál hasar-
mynda í þeim tilgangi að sýna hvernig málum er komið og lýsa sem best
heimi á heljarþröm. Hrakspárorðræða sem sækir í afþreyingariðnað er ekki
ný af nálinni og í inngangi að bók sinni um hamfarakvikmyndir, Visions of
the Apocalypse, varpar Wheeler Winston Dixon fram þeirri spurningu hvort
okkur „þyrsti í endalokin“, hvort einhvers konar hugfró búi í hugmyndum
um algjöra útþurrkun, um yfirvofandi endi alls? Þá yrði loks fullkomnu
jafhvægi komið á í hreyfingarleysi dauðans.65
Hlutverk fjölmiðla ætti því að vera að miðla þeirri vá sem loftslags-
breytingar hafa í för með sér á yfirvegaðan hátt og taka þar sér til fyrir-
myndar orðræðu vísindanna.
T'óbaksblaðamennska
Daginn sem A1 Gore hélt erindi um loftslagsmál fyrir fullu húsi í Há-
skólabíói birti Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Islands
ádrepu í Fmttablaðinu undir fyrirsögninni „Hver er loddarinn?“. Arni segir:
„Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason,
tekið undir með öfgahægrimönnum á Islandi og í Bandaríkjunum um að
vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst dóms-
dagsspár og svartagallsraus.“66 Arni, rétt eins og Hjörleifur Guttormsson
sem skrifaði ádrepu í Morgunblaðið sama dag,6' undrast þá miklu andúð
staklega 264-266; ogjames Garvey: The Ethics ofClimate Change: Right and Wrong
in a Warming World. London: Continuum 2008, bls. 143-147.
64 Þessi ábending Ereauts og Segnits var víða tekin upp í umfjöllun um skýrsluna,
m.a. á fréttavef BBC: „Media attacked for ‘climate porn’“. Sjá BBC News, 2.
ágúst 2006, http://www.bbc.co.uk/ [sótt 6. mars 2007]. Vef-Þjóðviljinn gerði sér
einnig mat úr fféttinni í pistli sem birtist á vefsíðunni 4. ágúst 2006. Umfjöllun
Vef-Þjóðviljans brenglar þó efni skýrslunnar verulega. Sjá: http://www.andriki.is/
default.asp?art=04082006 [sótt 14. nóvember 2008].
65 Sjá Wheeler Winston Dixon: Visions of the Apocalypse: Spectacles of Destniction in
American Cinema. London og New York: Wallflower Press 2003, bls. 2-3.
66 Ami Finnsson: „Hver er loddarinn?“, Fréttablaðið, 8. apríl 2008, bls. 16. Egill not-
aði uppnefnið í samræðum sínum við Glúm Jón Bjömsson, ritstjóra frjálshyggju-
tímaritsins Vef-Þjóðviljatts.
6 Hjörleifur Guttormsson: „Þáttastjómandi dregur dár að A1 Gore“, Morgunblaðið,
8. apríl 2008, bls. 20.
IOI