Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 105
EFAHYGGJA OG AFNEITUN
höfiiun á hnattrænni hlýnun. Þetta finnstmér vera athygfisverður
punktur og snertir þessa umræðu hér með beinum hætti. Er
það svo að fjölmiðlunar [svo] séu ekki nægilega duglegir við
að kynna sér fiumheimildir og stundi það sem best er að kalla
froðusnakk. Ef einhver hefor betri upplýsingar um þessa punkta
A1 Gores má hann gjaman senda mér línu.
Rannsóknin sem Jón Þór vísar í var unnin af prófessor Naomi Oreskes og
birtist í tfmaritinn Science 2004.'1 I henni skoðar hún 928 vísindagreinar og
kemst að þeirri niðurstöðu að 75% greinanna staðfesti beint eða óbeint
ráðandi hugmyndir Gsindamanna um hlýnun jarðar, en engin þeirra gagn-
rýni hana hins vegar. Þessu er öfugt farið þegar horft er til fjölmiðla-
umræðunnar en umfangsmikil fjölmiðlarannsókn háskólakennaranna M.T.
og J.M. Boykoff á virtustu dagblöðum Bandaríkjanna leiddi í ljós að af 636
greinum um hlýnun jarðar birtu 53% sjónarmið með og á móti ráðandi
hugmyndum vísindasamfélagsins.'2 Heiti greinarinnar, sem birtist sama
ár og grein Oreskes, má lauslega þýða svo: ,Jafnvægi sem hlutdrægni:
Hnattræn hlýnun og virtustu dagblöð Bandaríkjanna“, en í henni eru
skoðaðar Hsindafféttir dagblaðanna New York Times, Washington Post, Los
Angeles Times og Wall Street Joumal. MikilvægT er að hafa í huga að höf-
undamir útálokuðu alla leiðara, pistla, bréf tál ritstjóra, ritdóma - allt sem
kalla máttá „skoðanir“ og gat því ekki tahst til vísindaffétta. Niðurstaða
höfundanna er sú að virtustu dagblöð Bandaríkjanna hafi brugðist í frétta-
flutningi sínum um ályktanir vísindasamfélagsins og telja þeir að ástæð-
umar megi rekja tál þeirrar hugmyndar blaðamanna að alltaf þurfi að birta
óhk sjónarmið tál að skapa „jafnvægi“ í fréttaflutningi.72
Það er fyrst og fremst þetta misræmi, sem rannsóknimar tvær draga
ffam, sem vakið hefur áhuga minn, en stundum getur krafan um jafh-
vægi leitt tál brenglunar í fféttaflutningi. Blaðamenn við virtustu dagblöð
Bandaríkjanna gerðu tóbaksvísindum jafn hátt undir höfði og þeim sem
71 Naomi Oreskes: „Beyond the Ivory Tower: The Scientáfic Consensus on Climate
Change“ (3. desember 2004), Sríence 306 (5702), bls. 1686. Sjá: http://wwtv.
sciencemag.org/cgi/reprint/sci;306/5702/1686.pdf [sótt 9. apríl 2008].
1 M.T. Boykoff og JJVI. Boykoff: „Balance as bias: global warming and the US
prestige press“, GlobalEnvironmental Change 14 (2004), bls. 125-136. Sjá: http://
\m'w.envsci.nau.edti/sisk/courses/env555/Readings/BoykoffBias.pdf [sótt 9. apríl
2008].
M.T. Boykoff og JM. Boykoff: „Balance as bias: global warming and the US pre-
stige press“, bls. 134.
73