Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 115
EFAHYGGJA OG AFNEITUN
t\ro áratugina,9, og fjölmörg dæmi eru um að harðlínumenn til hægri í
stjómmálunum og málpípur þeirra hafi reynt að stýra henni með orðheng-
ilsháttinn einn að vopni.98 Allan þennan tíma hafa menn htið gert annað
en að tala og þó bendir margt til þess að tíminn sem við höfum tdl þess að
bregðast 'vdð mögulegri loftslagsvá sé af skomum skammti.
Heimspekingurinn James Garvey rekur ýmis rök afheitunarsinnanna í
bók sinni The Ethics of Climate Change og getur ekki varist undrun yfir þeim
glannaskap að spila með líf annarra einstaklinga og komandi kynslóða.99
Því hefur verið fleygt að þeir fjárniálagreifar sem steyptu íslenskri þjóð
nánast í gjaldþrot á haustmánuðum 2008 hafi framið landráð af gáleysi.100
Viðvörunarbjöllurnar vom löngu farnar að hringja, en enginn lagði við
hlustir. Þó era gögnin sem beinast að hlýnun lofthjúpsins margfalt veiga-
meiri en nokkuð sem forsjáhr hagfræðingar settu fram á undanförnum
árum. Afleiðingamar verða einnig að öflum líkindum margfalt alvarlegri.
Bandaríski blaðamaðurinn Ross Gelbspan er af þessum sökum afar myrkur
í máh í bók sinni, Boiling Point, því hann kallar afneitunariðnaðinn glæp
gegn mannkyni.101
Svo afdráttarlausar yfirlýsingar em ekki líklegar til þess að leiða til
árangurs eða sátta milli „stríðandi fylkinga“. Nærtækara er að skýra and-
stöðu frjálshyggjuaflanna við niðurstöður loftslagsvísindanna með hug-
myndafræðilegri blindu. Frjálshyggjumennimir telja sig þjóna æðri mál-
stað með andófi sínu og þeir myndu seint viðurkenna að gáleysi stýrði
viðbrögðum þeima. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr grófu hags-
munapoti olíufyrirtækjanna, en jafnvel það þjónar í ákveðnum skilningi
málstaðnum.
Harðlínumenn á hægri væng stjórnmálanna hafa verið leiðandi í
umræðunni um loftslagsmál undanfarin tuttugu ár. Þessir einstaklingar
9/ Eg ræði sérstaklega tilraunir stjómmálamanna til að stýra hugtökum loftslagsvís-
indanna í grein minni „Nú er úti veður vont: Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðu-
hefð“, sjá sérstaUega bls. 25-26.
98 Sjá t.d. Steven Poole: Unspeak. New York: Grove Press 2006, bls. 42—49; Ross
Gelbspan: The Heat is On. Updated Edition. New York: Basic Books 1998; og Ross
Gelbspan: Boiling Point.
99 James Garvey: The Ethics of Climate Change, bls. 110-112, hér bls. 111. Garvey
gengur reyndar lengra og segir afstöðu afneitunarsinnanna mótast af eigingimi og
hræsni (sjá bls. 111).
100 Sjá Ingólfúr Gíslason: „Landráð af gáleysi“, Rafauga, 17. október 2008: http://
rafauga.typepad.com/vofÞ2008/10/landráð-af-gáleysi.html [sótt 2. desember
2008].
101 Ross Gelbspan: Boiling Point, bls. 37-61.