Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 143
SMALAKRÓKAR
sinni.23 Annað hlut\rerk frásögunnar er að miðla milli tveggja hliða sjálf-
semdarinnar. Aðra hhðina kallar Ricœur „idem“ á latínu, nánast „það sem
tengir saman“, „hið sama“ eða „hið mjög Hka“, hina hhðina „ipse“, „það
sem varðar sjálfið11.24 Sá eiginleiki að vera ipse kallast „ipséité“ á frönsku
(„selfhood“ á ensku), orðið hefur verið þýtt sem „sjálfska“ á íslensku.25
„Idem“ mætti þá kalla „sömsku“. „Samska“ táknar hina einföldu einingu
sjálfsins í tíma og rúmi, það að ég er sá sami í dag og ég var í gær (senni-
lega!). Einstaklingur með Alzheimer-sjúkdóminn á háu stigi hefur sömu
sömsku og áður en vart sama persónuleikann, sömu sjálfsku (dæmið er mín
smíð). Hið gagnstæða við sömsku er það sem er ólíkt eða breytanlegt.
Sjálfskan er sá þáttur í mér sem verður til við íhugun mína um eigið eðli.
Hún er samsemd persónu sem verður til við það að manneskjan hafi
afstöðu til sjálfrar sín og verði einstaklingur með samhangandi ævisögu.-6
Hið gagnstæða við sjálfsku er sá sem er ffamandi, sá sem er einhver ann-
ar.2/ Samskan varðar spurninguna „hvað er ég?“, sjálfskan spurninguna
„hver er ég?“ (ég tek augljóslega afstöðu til sjálfs mín svari ég síðastnefndu
spumingunni með vitlegum hætti). Samskan er óbrejnanleg svo lengi sem
Hð lifum. Við getum ekki valið hæfileika og lunderni algerlega frjálst, slíkt
og þvífrkt myndar hlutverk sem er óbreytanlegt og því hluti af sömskunni
(Villi vidausi valdi ekki hlutverk heimskingjans, það er hluti af sömsku
hans). Sjálfskan aftur á móti er sá þáttur í okkur sem við getum breytt eða
kosið að breyta ekki, samanber orðatiltæki á borð við „hann er samur við
sig“. Við getum t.d. vahð hvort við efnum loforð eða látum það eiga sig.
Tökum dæmi: Alli alki var ekki frægur fyrir orðheldni enda drykkjumenn
annálaðir lygalaupar. En svo fer vinurinn í meðferð og turnast til trúar á
23 Ricœur, Time cmd Narrative. Volnme I, bls. 3-51. Greinargóðan inngang að þess-
um kenningum má íinna hjá Peter Kemp, Tid og fortalling. Introduktion til Paul
Ricœiir, Árósum: Aarhus Universitetsforlag, 1996.
24 Ricœur, Oneself 'as Another (þýðing úr frönsku), Chicago og London: University of
Chicago Press, 1992, bls. 2-3. Fyrir þá sem lesa frönsku skal mælt með stuttum og
skýrum inngangi að þessum kenningum í Ricœur, „L’identité narrative“, Esprit,
nr. 7-8, 1988, bls. 295-304.
25 Dan Zahavi, „Sjálfið og tíminn“, bls. 97.
26 Þannig lýsir Daninn Jacob Dahl Rendtorff sambandi sjálfsku og sömsku. Dahl
Rendtorff, Paul Ricœursfilosofi, Kaupmannahöfn: Hans Reitzels forlag, 2000, bls.
134.
Ricœur, „Narrative Identitat“ (þýtt úr ffönsku), Heidelberger Jahrbiicher, 31. árg.,
1987, bls. 57-67. Þetta er ekki sama greinin og „L’identité narrative“ þótt munur-
inn sé ekki miláll.