Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 144
STEFAN SNÆVARR
boðskap AA-hreyfingarinnar en AA-menn segja að þurrkuðum alka sé
einboðið að vera sannsögull. Nú tekur Alli upp á þeim ósköpum að efna
gefin loforð alla jafna. Með þta móti gerir hann sjálfan sig að orðheldnum
einstaklingi, hann endurskapar sjálfsemd sína, réttara sagt sjálfsku-hlið
hennar. Hann átti kost á því að svíkja loforðin en kaus að halda þau,
breytti sem heiðarlegur maður og breyttist fyrir vikið.28
Ricœur telur að samskan sýni sig í semantískri tilvísun seminga. Mein-
ið er að slík tilvísim getur ekki gert grein fyrir muninum á vitundarástandi
annars vegar frá sjónarmiði þess sem upplifir það (er í vitundarástandinu),
hins vegar ffá sjónarmiði þess sem skoðar ástandið utan frá. Setningin
„mér er illt í tönninni“ vísar til allra raunverulegra og mögulegra upplif-
ana manna af tannpínu, til dæmis upplifunar minnar af tannpínu í fyrra.
Hin sérstaka upplifun og hið sérstaka sjálf verður aðeins gripið í pragmat-
ískri tilvísun sem byggð er inn í málgjörðir (e. speech acts).29 Það gildir um
upplifun mína af tannpínu einnútt nú. Eg tjái mína upplifim og sjálfsku
mína með því að segja „mér er illt í tönninni“. Tilvísunin felst í málgjörð-
inni, í sjálfri athöfhinni en ekki í setningunni sem sögð er. Ég segi ekki firá
því að ég hafi tannpínu heldur tjái ég sársauka minnr’0 Auk þess getur
„mér“ í málgjörðinni aðeins vísað til þess sem talar og tihúsunina er aðeins
hægt að ákvarða út ffá þeim gefnu aðstæðum þar sem málgjörðin er fram-
in. Þetta þýðir að sjálfskan getur aðeins birst í hinni pragmatísku vídd, í
málgjörðinni, samskan í hinni semantísku vídd, í setningunni.31
Víkjum aftur að ævisögunni sem menn verða að geta sagt til að hafa
fullmótaða sjálfsku. Slík ævisaga getur breytt okkur með ýmsum hætti,
hún hefur áhrif á sjálfsku okkar. Að trúa því staðfastlega að ævisaga okkar
hafi einkenni harmleiks getur gert okkur að harmrænum persónum.
Hugsum okkur eineggja mbura, Nonna ogManna. Þeir eru að flestu leyti
eins, og lífshlaup þeirra artar sig nákvæmlega eins. Eini munurinn á þeim
er að Nonni hefur ögn stærri hneigð til þunglyndis enda kom hann í
heiminn ögn seinna en Manni (sagt er að slík smáatriði geti haft talsverð
áhrif á tvíbura). Manni túlkar lífshlaup sitt sem gleðileik, Nonni sem
28 Ricœur, Oneself as Another, bls. 116.
29 Franski heimspekingurinn \usar hér til málgjörðarspekinnar (e. speech acts theoty),
ekki síst útgáfu Johns Searle af henni. Ricœur, Oneself as Another, bls. 40-55.
30 Þessi setning er reyndar ættuð frá Wittgenstein, ekki Ricœur. Eg mun ræða hana
síðar í meginmáli. Wittgenstein: Philosophical Investigations (þýdd úr þýsku),
Oxford: Blackwell, 1958, bls. 89 (§244-246).
31 Sama rit, bls. 38-39.
142