Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 146
STEFAN SNÆVARR
og við munum er slíkum upplifunum miðlað gegnum menningu, tungu-
mál og fleira, þannig að \að höfum ekki beinan aðgang að sjálfum okkur.
Sjálfið hefur bara óbeinan aðgang að sjálfu sér og kemst aðeins til sjálfs sm
efdr krókaleiðum. Þetta sést í vissum tungumálum. Mörg mál hafa aftur-
virk fornöfh („mig“, „me“, „mich“, ,,moi“) sem hjálpa okkur til að tala um
okkur sjálf eins og við værum aðrar persónur. Svo virðist sem Ricœur telji
að við getum aðeins haft afstöðu til okkar sjálfs með því að líta á okkur
eins og við værum aðrar persónur. Mér flýgur í hug fræg staðhæfing Arth-
urs Rimbaud ,Je est tm autre“ („Eg erum annar“).341 henni má finna sam-
hljóm með hugmynd Ricœurs.
I ofanálag eru til afturvirk fomöfn í annarri og þriðju persónu í mörg-
um málum („þig“, ,,sig“).3;’ Hafi ég skihð Ricœur rétt þá þýðir þetta að ég,
þú og okkur óþekkt fólk mætast í depli hinna aftumrku fornafha. Þannig
er ekki djúp staðfest milli mín sjálfs og annarra. Ég get aðeins haft afstöðu
til annarra með því að líta á þá sem verur með sjálf, ég verð á vissan hátt að
nálgast þá eins og þeir væra ég sjálfur. Díalektíkin núlli mín og annarra
upphefst með því að ég lít á sjálfan mig sem aðra persónu og lít á aðra sem
mig. Ég get aðeins komist til sjálfs mín eftir krókaleiðum annarra.
Sjálfið er m.a. skapað af fjölþættum „annarleika“, því að vera einhver
annar eða eitthvað annað, ekki maður sjálfur. Menn upplifa „annarleik-
ann“ í þrefaldri óvirkni (passívíteti): I fyrsta lagi upplifum við líkamlega
óvirkni. Við óskum þess kannski að geta hretdt líkamann með ákveðnum
hætti en hann „hlýðir“ ekki. Eg \dl teygja mig upp á efstu hillu en er óvart
of lítrill (þetta dæmi er minn eigin tilbúningur). Þessi líkamlega óvirkni
sýnir okkur að vitundin er ekki almáttug. Sjálfið er m.a. það sem það er í
krafti þess að vera takmörk sett vegna „andspyrnu“ líkamans.
I öðru lagi erum við óvirk í sambandi rið annað fólk. Þessi órirkni sýn-
ir okkur að einstaklingurinn er ekki almáttugur. ,g\ndspyrna“ annarra er
enn einn þátturinn sem gerir sjálfið að því sem það er. I þriðja lagi má
finna órirkni í upplifun okkar af sjálfum okkur (ritund okkar). Stundum
leita hugsanir á okkur sem rið riljum ekki hugsa (enn bý ég til dænú).
Þetta sýnir að ritundin er ekki alvöld í eigin húsi. Mikilvægust er þó rödd
34 Hinn furðulegi ritháttur á frönsku er sérviska Rimbauds sjálfs. Tilvitnunina má
finna á bréfi sem hann skrifaði. Rimbaud, „Lettre du voyant", wro. poetes. com/
rimbaud/voyant.htm. Hana er að finna í ýmsum ritum. Teldð skal ffarn að franska
skáldið var ekki að ræða eðli sjálfsins í bréfi þessu.
35 Ricœur, Oneself as Anotber, bls. 2.
144