Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 148
STEFAN SNÆVARR
Franski hugsuðurinn segir sjálfur: „Lífið er skapandi virkni og ástríða er
leitar sér frásögu11.41 Sjálfið er ekki gefin stærð, það er verkefni fremur en
veruleiki. Það er sumpart sköpunarverk okkar sjálfra en sköpunin er erfið
barátta. Við þurfum að brjótast til okkar sjálffa líkt og fátækt fólk braust til
mennta forðum tíð. Sköpunin fer fram í samskiptum \dð aðra og með
aðstoð frásagna. Við skiljum okkur sjálf með hjálp sagna um líf okkar
sjálfra og annarra. Frásagan er enn ein krókaleiðin sem fara verður eftir
áður en sjálfið nær því að skilja sjálft sig og verða það sjálft. Nánar tdltekið
er hið sjálfsrannsakaða líf sem menn rannsaka með aðstoð sagna.4' Frá-
sögurnar geta hjálpað okkur að ljá lífi okkar merkingu og sú merking er
mikilvægur hluti sjálfsemdarinnar. Ennfremur geta frásögur fagurbók-
mennta leikið mikilvægt hlutverk við sköpun sjálfsemdarinnar. Hugsmíð-
arnar (fiksjónirnar) geta Hrkað eins og hugsanatilraunir (e. thought ex-
periments) þar sem menn varíera hugsanlegar sjálfsemdir rétt eins og
náttúruvísindamenn varíera hugsanlegt ástand í hugsanatilraunum. Það er
ekki síst hægt að gera sér í hugarlund fjölbreytilegt samspil sjálfsku og
sömsku í slíkum tilraunum. Skáldsaga Roberts Musils Der Mann olme
Eigenschaften (Maðurinn án eiginleika) sýnir gagnvirk tengsl sjálfs og sögu.
Aðalpersónan missir persónuleikann smátt og smátt, eiginleikum hans
fækkar, hann verður sjálfsvana. Jafhframt missir sagan hægt og sígandi
einkenni ffásögu, tekur að minna æ meira á ritgerð.43 An sjálfs engin
saga, án sögu ekkert sjálf. Sjálfur held ég að Hamskipún efrir Franz Kafka
lýsi einkar vel tengslum sjálfsku og sömsku. Gregor Samsa vaknar einn
góðan veðurdag og uppgötvar að hann er orðinn risastór padda. I fyrst-
unni er Samsa samur við sig, sjálfskan óbreytt, en smám saman tekur hin
nýja samska hans, pöddueðlið, að móta sjálfskuna. I ofanálag meðhöndlar
fjölskyldan hann öðrum þræði eins og pöddu, hinum þræðinum eins og
hann sé ekki til. Hann innhverfir mynd þeirra af honum, verður hrein
padda og deyr, hættir að vera til. Segja má að áhrifin frá fjölskyldunni á
sjálfsku hans séu þáttur í díalektík sjálfsins og annarleikans (fjölskyldan er
hér fulltrúi annarleikans).
41 Ricœur, „Life in a Quest for Narrative“, bls. 29.
42 Ricœur, Temps et récit. Tome III: Le temps raconté, París: Editions du Seuil, 1985, bls.
444. Ricœur, Time and Natrative. Vol. III, Namated Time (þýdd úr ensku), Chicago
og London: University of Chicago Press, 1988, bls. 247. Menn sjá strax tilvísunina
í hin frægu ummæh Sókratesar um að órannsakað líf sé einskis virði. Platón,
Málsvörn Sókratesar", í Síðustu dagar Sókrateser (þýdd úr forngrísku), Reykjavík:
HÍB, 1996, bls. 66.
43 Ricœur, Oneself as Another, bls. 148.
146