Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 155
SMALAKROKAR
sjálfsku og sömsku talsvert ffjóan, að draga markalínur milli þeirra getur
skýrt hvers vegna menn geta tekið róttækum stakkaskiptum en samt verið
á vissan hátt þeir sömu og áður. Stakkaskiptin varða sjálfskuna, góðmenni
sem skaðast á framheila og verður fulmenni fyrir vikið hefur skipt um
sjálfsku, verður nýr og verri maður. En um leið er hann að nokkru leyti sá
sami, hin nýja fúlmennska hans er ekki skiljanleg nema í ljósi ffásögunnar
um það hvernig hann skipti um ham. Sé þetta rétt þá tengir samskan góð-
mennið við fulmennið í krafd frásögu. Samska hans er ffásögukynja. Það
hæfir kannski ekki Ricœur að kenna sömskuna við frásögur en ég læt mér
það í léttu rúmi liggja. Eg er engin málpípa hins franska hugsuðar.
Sjötta steininn mætti klappa á ýmsa vegu. En ég læt mér nægja að
spyrja eftírfarandi spumingar: Hvemig veit maður að tiltekin persóna
hefur skipt um ham vegna áhrifa frá tiltekinni sögu? Er reynslan dóms-
valdið hér eða jafnvel rökvísin? Er m.ö.o. nauðsynlegt skilyrði þess að S
geti talist sjálf að S sé með einum eða öðmm hætti mótað af sögum? Eru
allir menn líklegir til að verða fyrir sterkum áhrifum ffá sögum eða gildir
þetta bara um suma? Sé þetta reynsluatriði þá má spyrja hverjar sannan-
imar séu og hvort kenningin sé yfirleitt prófanleg. Ur þessari flækju þarf
að rekja.
Sjöunda og síðasta steininn má finna í túni ffásagna. Mér sýnist ekki
gefið að við verðum að beita frásögum til að skapa einingu í fjölbreytni
lífsins. Af hverju ekld að láta metafóra nægja? Þeir hafa jú að mati Ricœurs
þau samkenni með ffásögum að geta skapað einingu í fjölbreytni.59 Þess
utan gegnsýra þeir mál okkar að dómi Ricœurs.60 En þar eð hann er fylgj-
andi málháttarkenningunni þá gemr þetta ekki þýtt annað en að þeir
gegnsýri líka vitund okkar og sjálf. Að minni hyggju liggur hugmynd um
myndhverfðan þátt í sjálfinu innibyggð í kenningum Ricœurs um frásögu-
sjálfið. I fyrsta lagi hafa ffásagnir að mati Ricœurs myndhverfða hlið, sú
hlið birtist m.a. í þeirri staðreynd að við beitum brögðum harmsögunnar
sem við gjörþekkjum til að skilja illskiljanlega atburði. Til dæmis köllum
við hina torskiljanlegu helför Gyðinga „harmleik“ af skorti á öðru betra.
Við höfum vitað frá fornu fari hvað harmleikur er en helförin var nýr, ein-
stakur og óvæntur atburður. Með sama hætti beitum við myndhverfingum
til að kasta ljósi á hið torskiljanlega. Hugurinn er torskiljanlegur en tölvan
59 Til dæmis Ricœur, Time and Narrative. Volume I, bls. x.
60 Sjá sérstaklega Ricœur, The Rule ofMetaphor (þýðing úr frönsku), London og New
York: Roudedge, 1977.
r53