Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 156
STEFAN SNÆVARR
auðskiljanleg, þess vegna kann að vera frjótt að beita mtaadhverfingunni
HUGURINN ER TÖLVUEORRIT (dæmið er mitt sköpunarverk).61
Minnumst þess nú að sjálfið er sumpart skapað af frásögum, þar af leiðir að
það hefur myndhverfða hfið (ég fæ alla vega ekki séð annað en að svo sé
þótt franski heimspekingurinn segi það ekki beinum orðum). I öðru lagi
virðist hann líta frásögusjálfið sem samsemd í mismun. Með orðum
Hernys Venema: ,,M}mdhverfingin leggm- til hkan f}TÍr textalega tihdsun í
krafti spennunnar milfi samsemdar og mismunar. Þetta lfkan veitir skiln-
ing á frásögulegri sjálfsemd sem samsemd í mismun eða sem metafórískri
yfirfærslu milh sjálfsins og þess sem ekki er sjálf."62 í þriðja lagi segir hann
að sum fyrirbæri séu-sem (fr. etre-comme). Þau eru það sem þau eru í krafti
af því að vera séð sem eitthvað tiltekið.63 Þunglyndi málverksins er það
sem það er í krafti þess að vera séð sem þunglyndi. Um leið er ekki hægt að
afgreiða þunglyndið sem huglægt fyrirbæri, ímtmdun skoðandans, því sum
málverk eru þess eðfis að enginn heilvita maður getur kallað þau „þung-
lynd“, t.d. hin glöðu málverk Watteaus. Og þá má spyrja hvort menn geti
ekki mótað sjálfsemd sína að einhverju leyti með þU að sjá sjálfan sig með
tilteknum hætti, myndhveifa sig sjálfa. Eg verð klaufí af því ég sé mig sem
klaufa. Þannig lítur Charles Tatdor á máfin en hann nefifir hvergi m)md-
hverfingar í þessu sambandi. Hann segir bara (réttilega!) að sjálfrtúlkun
eigi þátt í að skapa sjálfið, túlki ég mig sem klaufa verð ég klaufi.64 Þetta er
mjög í samræmi við hugmyndir Ricœurs um þátt túlkunar í sköpun sjálfs-
ins þótt hann beini sjónum sínum aðallega að annarri gerð túlkana, mál-
og menningartúlkunum. Auk þess er kenning Taylors vel samþýðanleg
metafórískri mynd af sjálfinu, satt best að segja held ég að slík mjmd sé
röklega byggð inn í kenningar hans.
Gagnstætt þeim Taylor og Ricœur segja þeir George Lakoff og Mark
Johnson beinum orðum að hugtökin um sjálf og hug séu sköpuð af mynd-
hverfingum. Þessi fyrirbæri eru illhöndlanleg, við gemm aðeins skilið þau
í Ijósi handfastra fyrirbæra. Það þýðir að við skiljum þau myndhverfðum
61 Ricœur, The Rule ofMetaphor, bls. 244—245.
62 „Through the tension between identity and difference, metaphor provides a
model for textual reference, which paves the way for understanding narrative
selfhood as an identity in difference, or as metaphorical transference between self
and other than self.“ Venema, Identifying Selfhood, bls. 78. Bók þessi er góður og
gagnrýninn inngangur að hugmyndum Ricœurs um sjálfið.
63 Ricœur, The Rule ofMetaphor, bls. 313.
64 Taylor, „Self-interpreting Animals", Human Agency and Language. Philosophical
Papers 1, Cambridge: Cambridge UP, 1985, bls. 45-76.
x54