Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 157
SMALAKROKAR
skilningi því þannig skilningur er skilningur á tilteknu fyrirbæri í ljósi
annars fyrirbæris. Athugum myndhverfinguna MAÐURINN ER ULF-
UR. Við sjáum hér manninn í ljósi úlfsins. Ekki er hægt að skilja fyrirbæri
á borð við sjálf og hug með beinum hætti, aðeins óbeinum hætti, með því
að fara krókaleiðir um önnur hugtök.65 En þetta er aldeilis í anda Ricœurs
því hann segir að metafórar veiti okkur óbeina innsýn, þeir eru leiðsögu-
menn okkar um smalakrókana.66 Reyndar held ég að sjálfið sé að nokkru
skapað af myndhverfingum, það er vart tilviljun að við notum mikið af
metafórum er við ræðum um persónuleika, sjálf og sál. Kant benti rétti-
lega á að til þess að geta hugsað eða staðhæft eitthvað þá verðum við að
gera ráð fyrir því að við höfum sjálf sem er súbstans.6' Alla vega verður
það að mynda lágmarksheild, vera eitt og hið sama frá því augnabliki er
við byrjum að hugsa tiltekna hugsun og þangað til við hættum þeirri iðju.
En meinið er að við höfum enga tryggingu fyrir því að sjálfið myndi slíka
einingu, hvað þá að það sé súbstans. Eg vil bæta við ffá eigin brjósti að til
að geta haft vitundarlíf og beitt tungumálinu af einhverju viti verðum við
að hegða okkur eins og við tryðum á réttmæti myndhverfingarinnar
SJÁLFIÐ ER SÚBSTANS.
Með þessu móti er ekki sagt að hið metafóríska sjónarhorn á sjálfið úti-
loki hið ffásögulega (og öfugt). Þvert á móti, við getum ekki staðhæft að
sjálfið sé skapað af fr ásögum nema beita myndhverfingunni SJALFSEMD-
IN ER FRASAGA. Frásögueðli sjálfsins er líka metafórískt. Aukinheldur
bæta hin myndhverfðu og frásögulegu sjónarhorn á sjálfið hvort annað
upp. Frásögurnar eiga að mínu áliti þátt í að skapa hið tímanlega við sjálf-
ið, t.d. það að sjálf mitt er hið sama í dag og fyrir 20 árum þótt ég hafi
breyst talsvert. Þótt tíminn vilji kannski ekki tengja sig við mig þá tengir
frásagan alltént tímaskeið mín saman.
Myndhverfingarnar taka að minni hyggju þátt í sköpun hins rýmislega
við sjálfið, hinnar innri formgerðar þess. Þær eiga þátt í að skapa þá skynj-
un okkar að vitundin sé eins konar rými og þá vissu okkar að sjálfið sé með
einum eða öðrum hætti eitthvað sem gegnsýrir líkama okkar. Vandséð er
hvernig við gætum haft sjálf ef við beittum ekki í reynd myndhverfingum
á borð við VITUNDIN ER RÝMI eða SJÁLFIÐ ER í LÍKAMA MÍN-
65 Lakoff og Johnson, Philosophy in The Flesh, New York: Basic Books, 1999, bls.
235-289.
66 Til dæmis Ricceur, Time and Narrative. Volume I, bls. 80.
6' Kant, Kritik derreinen Vemunft, Stuttgart: Reclam, 1966, bls. 437 (B419-420).
155