Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 161
Steinunn Kristjánsdóttir
Skriðuklaustur í Fljótsdal
- landslag alþjóðlegrar menningar og trúar
Löngum hefur verið litið svo á að fornleifarannsóknir einskorðist við skil-
greiningar á hlutbundnum leifum úr fortíðinni, eins og gripum, bygging-
um og beinum, sem með tdlvist sinni varpi ljósi á langtímaþróun samfélaga,
landnýtingu, efnahagsleg og póhtísk kerfi eða tiltekin framleiðsluferli, svo
eitthvað sé nefht. I seinni tíð hafa hins vegar rannsóknir innan fomleifa-
fræðinnar beinst í síauknum mæli að þeim óhlutbundnu eða óefnislegu
þáttum sem hlutbundnu þættimir fela í sér. Jafnframt er litið svo á að
samspilið á milli manneskju, efnismenningar og félagslegs landslags sé í
raun grundvöllur fyrir virkni umliggjandi samfélags, frekar en hlutbundnu
gripirnir sjálfir. An þessa samspils manneskjunnar og efhismenningarinnar
er efnisvemleikinn ekki tdl og merking hans engin. Efhisvemleikinn er
í þessum skilningi hin félagslega vídd og merking efhismenningarinnar.
Hlutverk fomleifafræðingsins er þess vegna ekki endilega að skilgreina og
flokka þá efihsmenningu sem lesa má úr fornleifunum, heldur einnig að
greina og túlka merkingu þess efhisveruleika sem þær bera með sér.
í greininni verður tekið tdl umfjöllunar félagslegt landslag kaþólskrar
kirkju á miðöldum, eins og það hefur verið greint og túlkað í gegnum
þær hlutbundnu leifar sem fundist hafa við fornleifauppgröft á rústum
Skriðuklausturs í Fljótsdal. Klaustrið verður hér skoðað sem nýlenda
menningar og trúar sem nam land í íslenskum dal á 15. öld. Um leið er
htið svo á að efnismenning þess sé birtmgarmynd skipulagðra aðstæðna
sem tók á sig form sem eftirlíking hugmyndafræðilegrar frumgerðar
kaþólsks klausturs. Gengið er þannig út frá því að landslag klaustursins
hafi haft ákveðna merkingu fyrir þann sem í því lifði og setti samhliða
mark sitt á það. Efnismenning Skriðuklausturs endurspeglar þess vegna
efnisveruleika alþjóðlegrar heimsmyndar kaþólskrar kirkju á miðöldum,
um leið og hún varpar ljósi á umliggjandi samfélag og samtíma.
x59
Ritið 2/2008, bls. 159-176