Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 162
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
Síðferlihyggja í foiiileifafi'æði
Ian Hodder (1986, 1999)1 er þekktastur þeirra fornleifafræðinga sem
brumst undan þeirri hefð að líta svo á að fornleifar væru hlutlaus gögn
sem nýta ætti til þess að prófa eða sannreyna tilgátur urn fortíðina. Þetta
var snemma á áttunda tug síðustu aldar. Hodder gagnrýndi þar með í
verkum sínum þá ofuráherslu sem lögð var á vísinda- og raunhyggju innan
greinarinnar. I stað þess að láta hlutbundnar leifar sannreyna tilgátur,
benti hann á að hlutverk fornleifafræðingsins væri að túlka merkingu
þeirra. Hann gaf þar með tóninn fyrir nýjar áherslur sem nefndar hafa
verið síðferlihyggja (e. postprocessualism) innan fornleifafræðinnar.
Kjarna og upphaf þeirra viðhorfsbreytinga, sem nefiidar eru hér fyrir
ffaman og stuðst verður \dð í þessari grein, má ratmar almennt rekja til
áhrifa ffá ffæðimönnum sjöunda og áttunda áratugs 20. aldar. Hér ber
helst að nefha kenningar Pierres Bourdieu (1977) um habitus og nán-
ari útfærslur Anthonys Giddens (1979, 1984), Johns Barret (1994) og
fleiri á ffamlagi hans til rannsókna á samfélögum fortíðar og nútíðar síð-
ustu áratugina. Eins ber hér að nefha ffamlag Mamdces Merleau-Ponty
(1962, 1968) og fleiri ffæðimanna til fyrirbærafræðinnar en hún hefur
haft umtalsverð áhrif á þróun fornleifaífæðinnar midanfarin ár. Ahrifa fi'á
Merleau-Ponty hefur einkum gætt í verkum Christophers Tilley (1994,
2004) og Julians Thomas (1996, 2001) sem stundað hafa rannsóknir á
sviði landslagsfornleifaffæði. Eins hefur fyrirbærafræðin sett mark sitt á
framþróun síðnýlendustefhu í fornleifaffæði, þó svo að bókmemitaffæð-
ingurinn Homi Bhabha sé venjulega áhtinn vera sá ffæðimaður sem mark-
aði upphaf hermar í hug- og félagsvísindum (sjá t.d. Gosden 2004; Stein
2005; Fahlander 2008).
Samhliða þeim ffæðilegu umskiptum sem hér var drepið á fóru forn-
leifafræðingar að gefa síbreytilegri merkingu efhismenningar, þ.e. efnis-
veruleikanum, meiri gaum en áður. A undanförnum árum varð efnis-
veruleikinn smám saman sá öxull sem fornleifarannsóknir tóku að snúast
um, einkum vegna þeirra menningarbundnu og félagslegu vídda sem hann
felur í sér. Leiðandi í þeim hópi eru fornleifafræðingarnir Tim Ingold
(2000), áðurnefndur Christopher Tilley (1994, 2004), Lynn Meskell
(2005) og Daniel Miller (2005).
Þrátt fyrir að Ian Hodder hafi dregið vagn síðferlihyggju í fornleifa-
1 Lesendum er í þessu samhengi einnig bent á grein Hodders „Kennileg forn-
leifafræði" í Ritinu 2/2004 (Hodder 2004).
x6o