Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 163
SKRIÐUKLAUSTUR I FLJOTSDAL
fræði frá upphafi hefur áhrifa orðræðunnar um efnisveruleika ekki gætt
að ráði í verkum hans. I raun hefur dregið verulega úr augljósum áhrif-
um hennar innan fomleifafræðilegrar umræðu, um leið og nýjar áherslur
hafa mtt sér rúms. Engu að síður stendur framlag Hodders til túlkunar á
táknrænni þýðingu efnismenningarinnar, á kosmað vísindalegra greininga
á henni, enn óhaggað.
Síbreytilegt samspil manneskju, efnismenningar og
efnisveruleika
Kenningar Bourdieus (1977) um habitus fjalla í stuttu máh um það hvernig
manneskjan mótar rými sitt og öfugt. Rýmið, sem getur verið náttúmlegt
umhverfi jafht sem byggingar eða samfélag, felur í sér félagsleg skilaboð
sem móta hegðun fólks með gagnkvæmum hætti. Það býr þannig yfir
táknrænni merkingu sem íbúar þess upplifa og viðhalda með þátttöku
sinni. Hvað varðar fyrirbærafræðina, þá fólst nýbreytni hennar í að undir-
strika að vemleikinn byggist ekki á hlutbundinni efhismenningu, heldur
á þeirri merkingu sem manneskjan gefur henni og umhverfi sínu með
upplifun sinni. Innan hennar er fyrirbæri hvaðeina sem manneskjan upp-
hfir, skynjar og gefur merkingu. Það getur þess vegna verið gripur, bygg-
ing, landslag eða viðburður. Saman hverfast því kenningar Bourdieus,
Merleau-Pontys og fylgismanna þeirra um túlkun á efnisvemleika sem
fyrirbæris er birtist í hlutgerðu samspili á milli hans og manneskjunnar.
Bourdieu undirstrikaði með kenningum sínum um habitus að rýmið
gæti fengið nýtt hlutverk eða nýja merkingu, með eða án sýnilegra breyt-
inga. Það sama á að sjálfsögðu við um það hvemig manneskjan upplifir
vemleika sinn. Með tilkomn fýrirbæraffæði í fornleifaffæði var jafhffamt
farið að líta svo á að veruleikinn byggðist á samspili þess ósýnilega og
sýnilega. Mikilvægt er þess vegna að hafa í huga, við samfélagsgreiningar
hvers konar, að rýmið er hvorki dautt né stöðugt heldur tekur það sífelld-
um breytingum. Það sama gildir um fornleifaffæðilegar túlkanir. Fortíðin
er aðeins til í nútímanum (sjá t.d. Thomas 1996, 2004; Tilley 2004).
Aður var litdð svo á að í fornleifarannsóknum fælust áskoranir í að rýna
í stöðugt form fortíðar, vegna þess að forsendur fomleifaffæðiimar byðu
aðeins upp á kyrrstæða mynd af henni, eins og hún birtist á þeim tíma er
hún var grafin upp. Hodder undirstrikaði hins vegar með gagnrýni sinni
að merking fortíðar byggir alltaf á sjónarhomi fornleifafræðingsins sem