Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 165
SKRIÐUKLAUSTUR I FLJOTSDAL
Veruleikinn sem félagslegt landslag
Þó svo að halda megi því íram að rannsóknir á landslagi fortíðar feh í sér
endurskipulagningu og endundnnslu á röskuðum raunveruleika, er ekki
sjálfgefið að tölffæðilegar greiningar eða túlkanir á táknrænum eiginleik-
um efmsmenningarinnar endurspegli veruleikann. Dæmið um Porsche-
bifreiðina sýnir að veruleikinn byggir tilvist sína á samspih geranda, efnis-
menningar og efhisveruleika. Hið hlutbundna verður nefhilega að búa
yfir ákveðnum grunnþáttum til þess að geta uppfyllt skilyrði merkingar
sinnar, rétt eins og Porsche-bifreiðin sem stendur ekki undir nafhi án
vissra eiginleika og búnaðar. Það er loks gerandinn sem lokar hringnum
og gefur bifreiðinni raunverulega merkingu sem getur verið mismrmandi
eftir aðstæðum.
Mismunandi birtingarform fyrirbæra af þessu tagi hafa innan forn-
leifafræðinnar verið túlkuð sem eftirlíkingar (e. mimicry) ffumhugmynda
(F ahlander 2008). Upphafsmaður kenninga um eftirlíkingar er bókmexmta-
fræðingurinn Homi Bhabha sem einnig er talinn vera guðfaðir síðný-
lendustefnunnar, líkt og áður kom fram. Innan hennar er gengið út ffá því
að samfundir tveggja eða fleiri menningarheima feli ætíð í sér blöndun (e.
hybridization), afbyggingu (e. deconstruction), hagræðingu (e. manipulation)
og jafnvel nýsköpun vegna síbreytileika og stöðugrar virkni allra samfé-
laga. Innan nýlendustefnunnar var hins vegar litið svo á að menningar-
heimamir viðhaldi sérkennum sínum við slíkar aðstæður (Bhabha 2004; sjá
einnig t.d. Gosden 2001, 2004; Stein 2005; Rogers 2005; Johnson 2006;
Fahlander 2008).
A þetta hefur Latour einnig bent í verkum sínum. Hann hefur fært rök
fyrir því að veruleikinn, hverju sinni, sé í raun blendingur (e. hybrid) ýmissa
hugmynda og skynjana sem getur tekið á sig hlutlægt jafnt sem huglægt
form (Latour 2000; sjá einnig Miller 2005, bls. 11 o.áfh). Sem dæmi má
nefha að sýnt hefur verið fram á að norrænn átrúnaður, sem stundum
er nefhdur heiðin trú, sé blendingur sem byggir bæði á rómönskum og
staðbundnum gnmni og sé því ekki einfaldlega staðbundinn siður (Andrén
2007, bls. 37).
Eftírlíkingar geta átt við nánast hvað sem er sem manneskjan skapar,
allt ffá einföldum verkfærum til táknrænna fyrirbæra. Það sem þær eiga
sammerkt er að hlutbundin birtingarmynd þeirra er venjulega löguð að
félagslegu umhverfi sínu á hverjum stað fyrir sig (Fahlander 2008). Einfalt
verkfæri eins og hnífur er í þessum skilningi eftirlíking eigin ffumgerðar.
i63