Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 168
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
festingar hafa við uppgröftinn fundist 18 áhöld til lækninga, auk þess sem
ffjókornagreiningar sýna fram á að þar hafi verið ræktaðar lækningajurtir,
samhliða annarri garðrækt. Læknisáhöldin eru einkurn bíldar, skurðar-
hnífar og prjónar sem notaðir hafa verið til að loka sárum og skurðum
(Frölich, óútg.). Markvisst ræktaðar, innfluttar jurtategundir sem greinst
hafa eruþrjár, brenninetla, græðisúra og villilaukur (Samson B. Harðarson
2008, bls. 109). Þessir fundir allir benda til þess að bæði hand- og lyflækn-
ingar hafi verið stundaðar á staðnum, samhliða greftrun, tilbeiðslu og
hefðbundnum rekstri klaustursins. Tilvist þeirra bendir jafhfi'amt til þess
að Skriðuklaustur hafi framfylgt hlutverki sínu sem stofnun garðyrkju,
lækninga og samfélagshjálpar (Steinunn Kristjánsdóttir 2006, 2008b).
Skyggnst inn í Skriðuklaustur
Skynjun sem tæki og aðferð hefúr verið beitt að nokkru marki við fyrir-
bærafræðilegar rannsóknir innan fornleifafræðinnar síðustu ár. Með þeim
hefur mikilvægi skilningarvitanna við skynjun raunveruleikans verið und-
irstrikað. Við slíkar rannsóknir hefur verið litið svo á að raunveruleikinn
grundvallist á samspili geranda, hins hlutbundna og hins óhlutbundna, en
lögð sérstök áhersla á að nálgast viðfangsefiún með hjálp annað hvort ein-
stakra skilningarvita, s.s. lyktar eða sjónar, eða þeirra allra í heild (sjá t.d.
MacGregor 1999; Bartosiewicz 2003).
Þó svo að segja megi að fornleifarnar séu hljóðnað form umsvifa
klausturlífs á Skriðu er í gegnum uppgrafnar leifar úr rústum þess, svo og
með hliðsjón af rannsóknum á starfsemi klaustra almennt, hægt að beita
skilningandtunum markvisst sem tækjum til þess að skyggnast inn í þá
alþjóðlegu veröld kaþólskrar kirkju sem náði að skjóta rótmn í íslenskum
dal á miðöldum. Með hjálp þeirra er hægt að greina hvaða hljóð kunna að
hafa borist úr klaustrinu miðað við leik og störf klausturbúa, hvað getur
hafa borið þar fyrir augu, hvers konar lykt hafi fylgt umsvifum á staðnum,
hvernig bragð var af því sem þar var á boðstólum og loks hvers konar
snerting geti hafa átt sér þar stað.
Ef byrjað er á heyrninni hefur kirkjuklukknahljómur og tíðasöngur
væntanlega verið mest áberandi meðal þeirra hljóða sem bárust úr klaustr-
inu. Kirkjuklukkunni var hringt oft á dag til að kalla reglubræður til messu
og tíða. Messur voru haldnar a.m.k. tvisvar á sólarhring og tíðasöngur
fjórum til fimm sinnum. Tíðagjörðin samanstóð af söng úr Saltaranum og