Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 169
SKRIÐUKLAUSTUR I FLJOTSDAL
lestxi ritningartexta, bænum, himnasöng og BibKusöngvum (lat. canticd).
Biblían var lesin í heild einu sinni á einu ári og Saltarinn sunginn allur í
hverri viku (Kristján Valur Ingólfsson 2008, bls. 43; Smári Ólason 2008,
bls. 72 o.áff.).
Hvað varðar önnur hljóð ffá íbúum klaustursins, þá hafa að ógleymdum
reglubræðrum leitað þangað sjúklingar á öllum aldri, aldraðir og þurfandi.
Mannabein úr kirkjugarði Skriðuklausturs staðfesta þetta. Slíkum gesta-
gangi hafa væntanlega fylgt hljóð af ýmsu tagi, blönduð fyrrnefhdum
predikunum, lestri bæna, tíðasöng\mm og kirkjuklukknahljómi. Ef marka
má fúnd reiknimyntar, sem fannst á staðnum, hefur þar verið greidd tíund
auk þess sem gera má ráð fyrir að almenningur hafi komið þangað með
próventu sína (Þórir Stephensen 2008, bls. 63). Próventan hefur að lík-
indum einnig verið greidd í formi matar en bein af ýmsum tegtmdum sels,
sjávarfisks og fugls hafa verið greind úr rústum klaustursins. Hljóð hafa
hins vegar borist ffá lifandi húsdýrum, s.s. sauðfé, nautgripum og hest-
um, sem haldið var í peningshúsunum austast í klausturhúsaþyrpingunni.
Eins heyrðist í klaustrinu hundagá, því bein tveggja smáhunda hafa verið
greind úr dýrabeinasafninu (Albína Hulda Pálsdóttir 2006, bls. 26). Vel
má jafhffamt hugsa sér að lágvær hljóð hafi heyrst ffá plægingu, sáningu
og uppskeru vegna árstíðabundinnar garðræktar á staðnum.
Margt hefur einnig borið fyrir augu þeirra sem sóttu klaustrið heim.
Gróður á svæðinu hefur rétt verið að ná sér á strik eftir gosið sem varð á
Vatnajökulssvæðinu árið 1477, aðeins um 15 árum áður er klaustrið var
stofnað. Mikið öskufall fylgdi því og eyddi byggð, einkum á Austurlandi
(Sveinbjöm Rafiisson 1990). Miðað við þær minjar sem hafa komið ffam
við uppgröftinn hefur reisuleg, tveggja hæða húsaþyrping klaustursins verið
áberandi í umhverfinu, þrátt fyrir að vera gerð úr torfi og grjóti. Skreyttir
glergluggar, sem brot hafa fundist af innan kirkjurústarinnar, vima til um
íburð umfrarn það sem venjulega mátti sjá í öðrum samtímabyggingum
á svæðinu. Lýsing innandyra í klausturbyggingunni hefúr annars komið
frá heimasmíðuðum lýsiskolum og annars konar Ijósahöldum en margir
aðrir gripir, einkum í kirkju, hafa aftur á móti verið innfluttir. Er þar
helst að nefiia líkneski af heilagri Barböm en það var ffamleitt í Utrecht í
Hollandi á 15. öld (Þóra Kristjánsdóttir 2008, bls. 148-149). Vera má að
hún hafi verið vemdardýrðlingur klaustursins en hlutverk hennar á þess-
um tíma var að veita vemd gegn sótthita. Heilög Barbara tilheyrði hópi 14
dýrðlinga sem sameiginlega gegndu því hlutverki að vemda gegn hinum
167