Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 170
STEINUNN KRISTJANSDOTTIR
skæðu farsóttum sem geisuðu víða um heim á miðöldum. Dát voru aðal-
lega úr innfluttum leir en einhver þeirra, svo og áhöld, voru heimagerð úr
innlendum efnhdði, s.s. beinum, járni og viði. Hluti þeirra leiríláta sem sjá
mátti á staðnum voru flutt inn frá Frakklandi. Hugsanlega hafa þau vakið
sérstaka athygli því önnur leirílát, bæði á Skriðuklaustri og annars staðar á
Islandi, voru venjulega flutt inn frá Skandinavíu eða Þýskalandi.
Þeir sem sáust annars helst á ferli daglega voru reglubræðurnir, sem
klæddust hvítum skósíðum kuflum, auk pílagríma, próvenmfólks, sjúk-
linga og kjölmrakka (Albína Hulda Pálsdóttir 2006, bls. 26; \dlborg Auður
Isleifsdóttir 2008, bls. 53). Aberandi í miðri klausmrhúsaþyrpingumii var
væntanlega klausmrgarðurinn, tákn Paradísar, og í honum var brunnuriim
sem vitnaði sem fyrr segir um uppsprettu lífsins (Samson B. Harðarson
2008, bls. 105).
Af þeim efnislegu leifum sem grafhar hafa verið fram á Skriðuklaustri
má einnig geta sér til um það hvernig lykt hafi verið í húsakynnum þar.
Fyrir utan lykt af manneskjum, búpeningi og hundum, hefur reykjar-
lykt væntanlega verið nokkur úr þeirn eldstæðum sem opin voru innan
byggingarinnar. A borðum hefur verið kjötmeti og fiskur (Albína Hulda
Pálsdóttir 2006, bls. 10, 13). Hefur hvort tveggja gefið frá sér nokkurn ilm
og bragðið verið eftir því. Auk þess hefur lykt líklega borist fi'á hugsanlegri
lyfjagerð á staðnum, svo og þeim jurtum sem nýttar voru til matargerðar.
Loks má gera ráð fyrir að megn nálykt hafi verið á staðnum, jafnvel innan
klausturbyggingarinnar, vegna þess að jarðsett var innan hinnar lokuðu
miðju hennar, klausturgarðsins, og í kirkjugarðinum sjálfum sem lá fast
utan við suður- og austurhlið kirkjunnar. Til eru frásagnir sem greina frá
megnri nálykt sem lék um kirkjur miðalda á heitum sumardögum og búast
má við að svo hafi einnig verið á Skriðuklaustri.
Snertingin hefur væntanlega einkum tengst móttöku, líkn og lækn-
ingu sjúkra en jafht lyf- og handlækningar hafa verið stundaðar samhliða
á staðnum, líkt og áður segir. Hugsanlegt er að fæðingarhjálp hafi einnig
verið ríkur þáttur í sjúkrahjálp á staðnum, ef marka má þann fjölda ungra
barna og kvenna sem fundist hafa í kirkjugarði klaustursins. Slíkt er vel
þekkt í klaustrum utan Islands (Moller-Christensen 1982; Gilchrist og
Sloane 2005). Snerting hefur ennfremur tengst greftruninni sjálfri en í
Skriðuklaustri voru lík lögð til og borin til grafar oft á ári.
168