Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 172
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
verið eins konar eftirlíking sinnar eigin frunigerðar. Uppgröfturinn gefur
til kynna að íbúar Skriðuklausturs hafi fylgt ákveðntun ramma reglna um
skipulag og hlut\rerk en að hlutbundið birtingarform þess hafi verið stað-
bundið, enda getur það varla hafa verið afgerandi fjuir dhdst þess.
Fræðimenn hérlendis hafa hins vegar almennt haldið því frarn að
íslensk klaustur hafi verið innlent fjuirbæri, vegna þess að efiiismenn-
ing þeirra, s.s. byggingarefni og gripir, hafi verið að stóram hluta sótt til
innlendrar náttúru og menningar. Ríkjandi er þ\n sú tilgáta að klaustur á
Islandi hafi verið íslensk, eða erlend einkenni þeirra hafi í það minnsta
verið íslenskuð (Björn Þorsteinsson og Guðrún Asa Grímsdóttir 1990;
Guðrún Harðardóttir 2006).
Hér er aftur á móti gengið út frá því að klaustur sé klaustur vegna
merkingar sinnar, rétt eins og Porsche-bifreiðarnar eða borgirnar sem
tekin voru dæmi um hér fyrir ffaman. Þau voru byggð og rekin sam-
kvæmt alþjóðlegum reglum og landslagi kaþólsku Idrkjunnar. Þess vegna
hlýtur atbeini þeirra að vera „erlent“ eða öllu heldur „innflutt“ fyrirbæri.
Byggingar þeirra þurftu, sem fyrr segir, að innihalda ákveðna hlutbundna
grunnþætti, þ.e. klausturhús, klausmrkirkju og klausturgarð, auk tákn-
rænna gripa og innréttinga, til þess að halda merkingu sinni. Engu brejnir
hversu djúpt er grafið eða ítarlega rýnt í heimildir \dð leit að svörum við
spurningunni um það hvort Skriðuklaustur eða önnur klaustur á íslandi
hafi verið innlend eða erlend fyrirbæri. Efhismenning þeirra er að stærst-
um hluta staðbundin en efhisveruleikinn án landamæra.
Klaustur, sem fyrirbæri og félagslegt landslag, eru afhrð trúarlegrar
heimsmyndar og verða að uppfylla ákveðin hlutbundin skilyrði til þess að
geta staðið undir nafiú og virkað sem slík, óháð byggingarefhi, tíma eða
landffæðilegri staðsetningu. íbúar þeirra gefa þeim merkingu og viðhalda
heuni með þátttöku sinni og tilvist sem er samofin skipulögðum aðstæð-
um. Samspil þeirra og efnismenningarinnar þar skapa þannig grumiinn
að efnisveruleika félagslegs landslags viðkomandi klausturs. An samspils
manneskjunnar og efhismenningarinnar er efiiisveruleikinn ekki til og
merking hans engin.
Efnisveruleiki Skriðuklausturs
I greininni hefur með hjálp skilningarvitanna fimm verið skyggnst inn í
efnisveruleika Skriðuklausturs í Fljótsdal í gegnum þá efhismenningu sem
þar hefur verið grafin ffam. Gengið var út frá því að virkni klaustursins