Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 179
George Monbiot
Aftieitunaríðnaðurinn
Sjá koma hér þá hræsnisbjálfa!
Þeir hafa mörgum ffá oss náð,
En djöfla má þá dæma sjálfa,
í dulbúningi, ef að er gáð.
Fást, n. hluti, V. þáttur1
Frtrst langar mig að kanna af hverju við höfum verið svona sein að bregð-
ast við.
Það virðist gilda um öll önnur alvarleg mál að sérffæðingastéttirnar
vita margfalt betur en hinn almenni borgari. Þegar loftslagsbreytingar eru
annars vegar virðist þessu hins vegar þveröfugt farið. Eina fólkið sem ég
hef hitt á undanförnum þremur árum, sem hafði ekki minnstu hugmynd
um hvað loftslagsbreytingar eru eða hvað orsakar þær, var háskólamenntað
fólk. Arið 2004 varð ég til dæmis að upplýsa upplýsingafulltrúa hjá breska
samgönguráðuneytinu um það hvað koltvíoxíð væri. Arið 2005 heyrði ég
tryggingasala skýra frá því að honum tækist ekki að fá fjármálamarkaðinn
til að taka loftslagsógnina alvarlega, þar sem eldri stjórnendur fyrirtækja
höfðu annaðhvort alls ekld skilið um hvað málið snerist eða neituðu að
trúa því.2 Arið 2006 ræddi ég við mann sem hafði verið blaðamaður í 20
ár um vandann sem stafar af aukinni losun kolefnis og hann spurði: „hvað
er kolefhislosun og af hverju er hún eitthvert vandamál?“. A þessu sama
tímabili - og kannski fer ég bara ekki nógu oft út á meðal venjulegs fólks
1 Johann Wolfgang von Gnethe, Fást, Yngvi Jóhannesson þýddi (Reykjavík: Menn-
ingarsjóður 1972), línur 11693-6, bls. 239.
: Dr. Andrew Dlugloecki, fyrrverandi yfirmaður almennrar tryggingaþróunar hjá
GGNU, á ráðstefnunni „Decarbonising the UK“, 21. september 2005, Church
House, Westminster.
Ritið 2/2008, bls. 177-206
177