Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 182
GEORGE MONBIOT
Margt af því sem við höfum hingað til talið af hinu góða - eða jafii-
vel nauðsynlegt af siðferðisástæðum - verður héðan í frá, í Ijósi loftslags-
breytinga, að teljast til ills. Kannski er ein sú orsök loftslagsbretninga sem
erfiðast er að eiga við „ástarmílumar“ svokölluðu: fjarlægðirnar sem við
leggjum á okkur að ferðast til að hitta vini, ástvini og ættingja annars stað-
ar á hnettinum. Astin gæti tortímt heiminum.
Til að bæta gráu ofan á svart eru fyrstu áhrif loftslagsbreytinga almennt
séð ánægjuleg, sérstaklega hvað okkur varðar sem búum í ríku löndunmn
í tempraða beltinu. Veturnir eru mildari, vorið kemur fyrr. Við höfurn
orðið fyrir einstaka flóðum, þurrkum og hitabylgjum. Um þessar mundir
er brýnt að grípa til aðgerða - en sú tilfinning sem við látum stjórnast af er
á þá leið að mengunin sem við völdum sé blessun í reynd.
I ríku samfélagi nær reglan um að hvatinn er ekki á réttmn stað einn-
ig til ríkisstjórna. Tony Blair hefur látið þau orð falla að „tímasetning
umhverfisáhrifa og áhrifa í kosningum fari ekki saman.”11 Afleiðingar
ákvarðana hans koma ekki í ljós fyrr en mörgum árum eftir að hann lætur
af embætti. Leyfi ríkisstjórn til dæmis flugumferð að vaxa óhindrað korna
afleiðingarnar ekki í ljós fyrr en löngu síðar. Þær eru af ýmsum og ólíkmn
toga, og erfitt er að tengja þær við einhverja ákveðna aðila eða uppsprettu.
Sé á hiim bóginn reynt að takmarka flugumferð eða draga úr vexti, má
strax rekja afleiðingar sh'kra aðgerða heim til föðurhúsanna. Allir títa hver
ber ábyrgðina ef Uð fáum ekki lengur að fljúga til Taílands.
En málið snýst ekki bara um það að ekki tekst að vekja áhuga almenn-
ings. Afar öflug áróðursherferð, sem snýst um að fá fólk til að aftieita lofts-
lagsbreytingum, stendur yfir.
Eg varð fyrst var við þessa herferð þegar ég las nokkrar einkar fárán-
legar blaðagreinar í bresku blöðunum. Eins og eftirfarandi dæmi sýna
kemm algjör skortur á vísindalegri þekkingu ekki í veg fyrir að greinar séu
birtar:
George W. Bush hefur rétt fyrir sér. Kyoto-bókunin er
heimskuleg tímasóun. Gróðurhúsaáhrif eru sennilega ekki tdl.
Enn hefur engin sönnun fyrir tilvist þeirra komið ffam (Peter
Hitchens, Mail on Sunday).12
11 Tony Blair, ræða um loftslagsbreytingar 14. september 2004: http://wvrw.
numberl 0.gov.uk/output/Page63 3 3 .asp.
12 Peter Hitchens, „Global Warming? It’s Hot Air and Hypocrisy", Mail on Sunday,
29. júlí 2001.
180