Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 183
AFNEITUNARIÐNAÐURINN
Sé lofcslagið í raun og veru að hitna um of, þýðir það ekki
að mannkyninu sé endilega um að kenna. Reyndar er mjög
ólíklegt að svo geti verið, þar sem koltvíoxíð er hlutfallslega lítill
partur af andrúmsloftinu, sem samanstendur að mestu leyti úr
vatnsgufu (Melanie Phillips, Daily Maií).u
Gróðurhúsaáhrif, sem voru uppgötvuð um miðja 19. öld, eru það náttúru-
fyrirbæri sem heldur jörðinni nógu hlýrri tál að á henni þrífist líf. Peter
Hitchens virðist hafa ruglað gróðurhúsaáhrifum saman við hlýnun jarðar
af mannavöldum. En þetta kom ekki í veg fýrir að hann teldi sig þess
umkominn að halda áfram á eftirfarandi hátt:
Hlýnun jarðar orsakast sennilega - hvort sem þið trúið því
eða ekki - af sólinni. Samkvæmt mælingum NASA hefur
hitastig andrúmsloftsins ekki hækkað undanfarin 22 ár. Jörðin
hlýnaði á tfmahilinn 1870-1940, en þá var mun minna af
gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftinu en nú er. Eina
ástæða þess að þessar staðreyndir eru ekki betur þekktar er sú að
sjálfumglöð ást á umhverfinu er orðin að nýjum rétttrúnaði sem
tekið hefur við af trúarbrögðunum ... Af hverju kokgleypum við
allar þessar lygar?14
Væri stærstur hluti andrúmsloftsins úr vatnsgufu þyrftum við að vera með
tálkn. En Melanie Phillips er svo viss um tök sín á eðlisfræði andrúmslofts-
ins að hún fullyrðir að
... kenningin um að hlýnun jarðar sé mannkyninu að kenna er
risastór svikamylla sem byggir á gölluðum tölvulíkönum, lélegum
vísindum og hugmyndafræði sem er andsnúin Vesturlöndum
... Bróðurpartur velviljaðra skoðana í hinum vestræna heimi
byggist á trú á áróður og lygar.13
Fyrst í stað hélt ég að skrif eins og þessi stöfuðu af einhvers konar land-
lægri heimsku blaðamanna, og sjálfsagt á hún einhvem hlut að máli. En
þegar ég tók til skoðunar aðra röð fullyrðinga komst ég að raun um að
þessar staðhæfingar eiga ekki rætur sínar að rekja tdl dagblaðanna.
13 Melanie Phillips, „Does This Prove that Global Warming’s AU Hot Air?“, Daily
Mail, 13. janúar 2006.
14 Peter Hitchens, „Global Warming?" (sjá nmgr. 12).
15 Melanie Phillips í þættinum The MoralMaze, BBC Radio 4, 17. febrúar 2005.
181