Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 184
GEORGE MONBIOT
Ólíkt flestum þeim sem hafa haldið því fram í fjölmiðlum að loftslags-
breytingar séu ekki að eiga sér stað, er David Bellamy - eða var - vísinda-
maður, þ.e. fyrrverandi kennari í grasafræði við Durham-háskóla. Hann
er einnig umhverfissinni og frægur sjónvarpsmaður, og alveg ágætux sem
slíkur. Við upphaf 21. aldar komst hann að þeirri niðurstöðu að loftslags-
breytingar væru ekki að eiga sér stað. Þessu hélt hann ffam í grein sem
birtist árið 2004 í dagblaðinu Daily Mail undir fyrirsögninni „Hlýnun
jarðar? Þvílíkt endemis þrugl!“
Tengslin á milli bruna jarðefhaeldsneytis og hlýnunar jarðar
eru engin. Það er kominn tími til að leiðtogar heimsins,
vísindaráðgjafar þeirra og þrýstdhópar á sviði umhverfismála
viðurkenni þessa staðreynd.16
í apríl 2005 las ég síðan bréf ffá honum í tímaritinu New Scientist:
Andstætt því sem þið haldið fram í grein ykkar um
loftslagsbreytingar og bráðnandi ís í Himalayafjöllum, skal
tekið ffam að jöklar víða annars staðar á jörðinni eru ekki að
bráðna heldur þvert á mótd að vaxa ... Sé litdð til niðurstaðna
sem Kyoto-sinnar minnast sjaldan á kemur í Ijós að 555 af þeim
625 jöklum sem eru undir eftirliti World Glacier Monitoring
Service í Ztirich í Sviss hafa vaxið frá árinu 1980.1'
Þessi fullyrðing gerði mig agndofa: hún var í beinni andstöðu við allt sem
ég hafði áður lesið um massajafnvægi jökla sem segir tdl um það hversu
hratt þeir skríða fram eða hörfa. Eg brá á það ráð að hringja í World
Glacier Monitoring Service og las fyrir þá bréf Bellamys. „Þetta er algjör
della,“ sögðu þeir.18 Nýjustu rannsóknir sýna með óyggjandi hætti að
flestdr jöklar jarðar eru að hörfa.19
16 David Bellamy, „Global Warming? What a Load of Poppycock!11, Daily Mail, 9.
júlí 2004.
17 David Bellamy, bréf til New Scientist, 16. apríl 2005.
18 Samtal við dr. Frank Paul hjá World Glacier Monitoring Service, 5. maí 2005.
19 Hann vitnaði í Frank Paul o.fl., „Rapid Disintegration of Alpine Glaciers
Observed with Satellite Data“, Geophysical Research Letters, 31 (12. nóvember
2004), L21402; og World Glacier Monitoring Service, „Fluctuations of Glaciers
1990-1995 Vol. VH“, 1988: http://www.wgms.ch/fog/fog7.pdf. ítarlegri lista
yfir nýlega útgefið efni um hreyfingar jökla og massajafnvægi þeirra er að finna á
slóðinni http://www.wgms.ch/literature.hmil.
182