Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 186
GEORGE MONBIOT
séu allsherjarsamsæri gegn mannlegu atgervi.26 Árið 1989 fékk Larouche
15 ára fangelsisdóm f\TÍr samsæri, póstsvindl og skattsvik.2 2S
21st Century Science and Teclmology gaf ekki upp neina heimild h'rir
tölulegum upplýsingum sínum; en þær mátti finna víða á internet-
inu. Þessar tölur komu fyrst fram á netinu hjá svokölluðu „Science and
Environmental Policy Project“, verkefni sem mnhverfisvísindamaðurinn
dr. S. Fred Singer rekur. Efdr að tölurnar birtust á vefsíðu hans - www.
sepp.org - tóku þær að skjóta upp kollinum á vefsíðum nokkurra annarra
hópa, til dæmis hjá þrýstihópunum Competitive Enterprise Institute,29
National Center for Public Policy Research’0 og The Advancement
of Sound Science Coalition.21 Tölur þessar rötuðu líka inn í dagblaðið
Washington Postd2 En hvaðan komu þær upphaflega? Fred Singer gaf upp
hálfa heimild:
Grein birt í Science árið 1989.33
Eg fór í gegnum öll tölublöð tímaritsins Science frá árinu 1989, bæði hand-
virkt og raffænt. Ekki var nóg með að þar var nákvæmlega ekkert að finna
sem líktist þessum tölum, heldur var ekki ein einasta grein birt þetta ár
um efnið sem um ræðir, þ.e. ffamrás eða hörfun jökla. Ég þóttist því hafa
fengið sönnun þess að tölurnar væru tilbúningur og lét þar við sitja.
En eftir að ég hafði birt þessar niðurstöður mínar í The Guardian^
skrifaði einn lesenda minna til dr. S. Freds Singer:
Kæri prófessor Singer.
Hvernig svarar þú þeirri fullyrðingu, sem George Monbiot
varpar ffam í dagblaðinu Guardian síðastliðinn þriðjudag, að
þú hafir vitnað í grein sem ekki er til, en átti að hafa verið
26 Þessi kenning gengur eins og rauður þráður í gegnum tímaritið 21st Century
Science and Technology.
27 Terry Kirby, „The Cult and the Candidate", Indepeiident, 21. júlí 2004.
28 Chip Berdet, 20. desember 1990: http://wunv.skepticfiles.org/socialis/woo_leff.
htm.
29 http://www.cei.org/gencon/014,02867.cfm, skoðað 23. maí 2006.
30 http://www.nationalcenter.org/NPA218.hnnl, skoðað 23. maí 2006.
31 http://www.junkscience.com/nov98/moore.htm, skoðað 23. maí 2006.
32 John K. Carlisle (yfirmaður við National Center for Public Policy Research), bréf
til Washington Post 17. nóvember 1998.
3j http://www.sepp.org/controv/glaciers.html, skoðað 7. maí 2005.
George Monbiot, ,Junk Science", Guardian, 10. maí 2005.
184