Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 190
GEORGE MONBIOT
Ekki gera allir sér grein fyrir þra að varlega ber að treysta vísindalegum
niðurstöðum sem ekki hafa birst í fagtímaritmn er iðka ritrýni jafningja (e.
peer review), og heiti stofnananna sem Exxon styrkir gefa í skyn að þar séu
að verki alvöru vísindameim sem andæfi eindrægni vísindasamfélagsins.
Þar með er ekki sagt að öll þau vísindi sem þessir hópar og samtök
halda á lofti séu ómark. A heildina litið velja þessir hópar úr það sem
þeim hentar, en búa ekki til sínar eigin niðurstöður. Ef þeir finna eina
rannsókn sem gefur mótsagnakenndar tdsbendingar - á borð við þá upp-
götvun (sem Peter Hitchens henti á lofri og hélt fram í bjagaðri mynd)
að ákveðin kæling eigi sér stað í veðrahvolfinu eins og minnst var á í kafl-
anum hér á undan - þá grípa þeir hana og hampa óspart. Þeir halda síðan
áfram að vitna í rannsóknina löngu efrir að niðurstöður hemrar hafa verið
afsannaðar með frekari rannsóknum. Svo dæmi sé tekið: jafnvel þótt John
Christy, höfundur greinarinnar um veðrahvolfið sem áður var nefiid, hafi
viðurkennt í ágúst 2005 að tölurnar sem hann notaðist Hð væru rangar,43
eru upphaflegar niðurstöður hans enn í umferð og þeim haldið á lofri af
mörgum þessum hópum eins og snögg leit á internetinu leiðir í ljós.
En stofnanirnar láta ekki þar við sitja. Formaður Science and
Environmental Policy Project, sem Fred Singer rekur (hann er forseri
verkefhisins), er maður að nafni Frederick Seitz. Hann er eðlisfræðing-
ur, og á 7. áratugnum var hann forseti Bandarísku vísindaakademíunnar.
Arið 1998 skrifaði hann svokallað „Oregon-bænaskjal“ sem hér um bil
hver einasti blaðamaður, sem heldur því ffam að loftslagsbreytingar séu
þjóðsaga, hefur vitnað í.
Oregon-bænaskjalið hljóðar svo:
Við skorum áríkisstjórn Bandaríkjanna aðhafna loftslagssanmingi
þeim sem skrifaður var í Kyoto í Japan í desember 1997,
og öllum samsvarandi samningum. Þær takmarkanir á losun
gróðurhúsalofttegunda sem þar eru lagðar til myndu valda tjóni
á umhverfinu, hindra framþróun vísinda og tækni, og skaða
heilbrigði og velferð marmkynsins.
Engin sannfærandi vísindaleg rök eru fyrir því að losun
koltvíoxíðs, metans eða annarra gróðurhúsalofttegunda afmanna
hálfu valdi, eða muni valda í nánustu framtíð, hamfarakenndri
hlýnun andrúmsloftsins og röskun á loftslagi jarðarinnar. Þvert
43 Hér vitnað eftír Zeeya Merali, „Sceptics Forced into Climate Climbdown", New
Scientist, 20. ágúst 2005.