Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 191
AFNEITUNARIÐNAÐURINN
á móti lig-gja fyrir veigamiklar vísindalegar \isbendingar um að
auldð magn koltvíoxíðs í andrúmslofdnu hafi margvísleg jákvæð
áhrif á plöntur og jurtir í náttúrunni og á dýraríki jarðar.44
Hver sá sem hafði einhvers konar háskólagráðu gat undirritað plaggið.
Með því fylgdi bréf sem Seitz skrifaði og bar titilinn Research Review of
Glohal Warming Evidence-.
Meðfylgjandi er átta blaðsíðna yfirlit yfir upplýsingar um efnið
„hlýmm jarðar“. Einnig fylgir með bænaskjal sem hægt er að
undirrita með því að fylla út og senda meðfylgjandi kort. Gjörið
svo vel að skoða þessar upplýsingar vandlega.
Bandaríki Norður-Ameríku eru í þann mund að samþykkja
alþjóðlegan samning sem hefði í för með sér takmarkanir á
orkunotkun og á notkun þeirrar tækni sem byggir á kolum, olíu
og jarðgasi, auk nokkurra annarra lífrænna efha.
Þessi samningur er, að okkar mati, byggður á gölluðum
hugmyndum. Niðurstöður rannsókna á loftslagsbreytingum
sýna ekki fram á að notkun mannkynsins á jarðefhaeldsneyti
sé skaðleg. Þvert á móti eru nægar sannanir fyrir því að aukið
magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu bæti umhverfið.
... Frederick Seitz,
fyrrverandi forseti, National Academy of Sciences.45
Aðalhöfundur „yfirlitsins“ sem fylgdi með bréfi Fredericks Seitz er krist-
inn bókstafstrúarmaður, Arthur B. Robinson að nafni. Hann hefur aldrei
starfað sem loftslagsvísindamaður.46 Meðútgefendur yfirlitsins voru sam-
tök Robinsons - Oregon Institute of Science and Medicine - og fyrirbæri
sem kallast George C. Marshall Institute sem hefur þegið 630.000 dollara
frá ExxonMobil ffá árinu 1998.4' Aðrir skráðir höfundar yfirlitsins eru
22 ára gamall sonur Arthurs Robinson48 og tveir starfsmenn George C.
44 Bænaskjalið má lesa á http://www.oism.org/pproject/s33p37.htm.
45 Bréf ffá Frederick Seitz, „Research Review of Global Warming Evidence“, 1998:
http://wv'w.oism.org/pproject/s3 3p41 .htm.
46 PR Watch, „Case Study: The Oregon Petition“, ódagsett: http://wv'w.prwatch.org/
improp/oism.html. http://www.exxonsecrets.org/html/orgfactsheet.php?id=36.
4 http://www.exxonsecrets.org/html/orgfactsheet.php?id=36.
48 PR Watch, „Case Study“ (sjá nmgr. 46).
189