Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 194
GEORGE MONBIOT
bömum allt að 18 mánaða að aldri, sem rekja megi beint til
tóbaksreyks í umbverfinu.''4
Ef ekki hefði komið til dómssátt í hópmálsókn á hendur tóbaksfvrirtækj-
unum í Bandaríkjunum hefðum við aldrei fengið að vita hvað gerðist næst.
En árið 1998 vom tóbaksfyrirtækin þ\dnguð til að birta trúnaðarskjöl sín
opinberlega og setja þau á intemetið.
Tnnan tveggja mánaða hafði Philip Morris, stærsti tóbaksframleið-
andi heims, þróað hernaðaráætlun varðandi það hvernig bregðast ætti
við skýrslu Umhverfisstofnunarinnar um óbeinar reykingar. I febrúar
árið 1993 sendi Ellen Merlo, yfirmaður innri mála fyrirtæktsins, bréf til
Williams I. Campbell, aðalframkvæmdastjóra og forseta Philip Morris, og
skýrði ffá fyrirætlunum sínum.
Höfuðviðfangsefni okkar er að varpa rýrð á skýrslu Um-
hverfisstofnunar ... Jafnframt er markmið okkar að koma í
veg fyrir að ríki og borgir, jafnt sem fyrirtæki, banni óbeinar
reykingar.55
Til að ná þessu markmiði sínu hafði hún ráðið til sín almannatengslafyrir-
tækið APCO. Með bréfinu til Campbells lét hún fylgja þær ráðleggingar
sem APCO hafði gefið henni. Fjölmiðlatengslafyrirtækið varaði við því
að
Einu gildir hversu góð rökin em, talsmenn iðnfyrirtækjanna em ekki
alltaf, út af fyrir sig, trúverðugustu eða bestu sendiboðarniiv'’6
Fyrir vikið varð að tengja baráttuna gegn banni við reykingum á almanna-
færi við annað fólk og önnur málefni. APCO ráðlagði Philip Morris að
láta í veðri vaka að myndast hefði „grasrótarhreyfing" af eigin rannnleik
þegar ábyrgir borgarar tóku höndum saman til að berjast á móti „ofvexti
regluverksins“.57 Hreyfingin átti að halda því ffam að hættan af tóbaksreyk
54 Environmental Protection Agency, desember 1992, Respii'atory Health Effects
of Passive Smoking: Lung Cancer and Other Disorders, EPA/600/6-90/006F
(Washington, DC: US Emdronmental Protection Agency, desember 1992), bls.
21.
55 Ellen Merlo, minnisblað til Williams I. Campbell, 17. febrúar 1993, Bates nr.
2021183916-2021183925, bls. 1: http://legacy.library.ucsf.edu/cgi/getdoc?tid=
qdf02a00&fmt=pdf&ref=results.
56 Sama rit, bls. 5.
5' Sama rit, bls. 5-6.
i92