Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 195
AFNEITUNARIÐNAÐURINN
væri „ástæðulaus ótti“ á borð við óttann við skordýraeitur eða farsíma.58
APCO lagði til að komið yrði á laggimar
samtökum sem næðu til landsins alls og hefðu það markmið að
upplýsa fjölmiðla, embættismenn og almenning um hættuna
sem stafar af „ruslvísindum“. Samtökin munu véfengja trú-
verðugleika opinberra vísindarannsókna, draga í efa þær aðferðir
sem notaðar era við áhættumat, og benda á að verið sé að sóa
skattfé ... Þegar samtökm hafa verið mynduð munu leiðtogar
þeirra hefja fjölmiðlaherferð, þ.e.a.s. heimsækja ritstjórnir
blaða og tímarita, skrifa skoðanamótandi greinar og upplýsa
kjöma fulltrúa í tilteknum ríkjum.59
Hugmyndin var sú að APCO myndi þármagna samtökin, rita stefhuyfir-
lýsingar þeirra og „skrifa og koma að skoðanamótandi greinum á lykil-
mörkuðum“. Til að ná þessu fram þurfti APCO 150.000 dollara vegna
eigin kostnaðar og 75.000 dollara fyrir kostnaði vegna samtakanna.60
F.ins og annað minnisblað ffá APCO til Philip Morris sýnir hafði þessi
gervigrasrótarhreyfing fengið nafh í maí 1993: Samtök tdl að stuðla að
traustum vísindum eða The Advancement for Sound Science Coahtion,
skammstafað TASSC.61 I öðrum pappírum var talað um mikilvægi þess
„að tryggja að þeir sem leggi eitthvað til málanna í nafhi TASSC séu úr
ýmsum og ólíkum áttum“62 svo að „tengja megi reykingar við annars
konar vörur sem standi nær „póhtískri rétthugsun““. Einnig var mikilvægt
að tengja vísindarannsóknir sem vörpuðu rýrð á reykingar við „almennari
spuraingar er snerta rannsóknir og reglugerðir stjómvalda“, þ.e. málefni
eins og
Hlýnun jarðar
Losun kjarnorkuúrgangs
Líftækni63
58 Sama rit, bls. 6.
59 Sama rit, bls. 7.
60 Sama rit, bls. 9.
61 Ted Lattanzio, minmsblað fyrir Tinu Walls, 20. maí 1993, Bates nr. 2021178204:
http://legac}''.library.ucsf.edu/cgi/getdoc?tid=huj46e00&fmt=pdf&ref=results.
62 Margery Kraus, bréf til Vics Han, yfirmanns upplýsingamála hjá Philip Morris í
Bandaríkjunum, 23. september 1993, Bates nr. 2024233698-2024233702, bls. 2:
http://legacy.library.ucsf.edu/cgi/ getdoc?tid=dqa3 5 eOO&fmt=pdf&ref=results.
65 Tom Hockaday og Neil Cohen, minnisblað til Matts Wmokur, Director of
:93