Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 197
AFNEITUNARIÐNAÐURINN
Er það ekki rétt að Philip Morris hafi skapað TASSC til að
starfa sem hagsmunahóp fyrir fyrirtækið?
Svar: Nei, alls ekki. PM er stórfyrirtæki og heyrir undir margar
stofnanir og samtök sem starfa innan opinberrar stefhumótunar,
stjómsýslu og löggjafar, á landsvísu eða á tilteknum svæðum.
PM hefur veitt fé til TASSC rétt eins og það hefur stutt marga
ólíka hópa og fyrirtæki um allt land./0
Fimmta spurningin var þessi:
Hvaða svið innan opinberrar steínumörkunar og stjórnsýslu vilt
þú að TASSC rannsaki sérstaklega?
Svar: Við erum ekki í aðstöðu til að óska eftír því að TASSC
einbeiti sér að einu máli umfram annað. TASSC er sjálfstæð
stofnun og mun sjálfsagt starfa eins og henni sýnist.71
Nú ætri að liggja ljóst fyrir að hvað tungutak og aðferðaffæði snertir er
margt líkt með Philip Morris og þeim samtökum sem Exxon fjármagnar.
Þessar tvær fylkingar hagsmunahópa nota sömu hugtökin, og ráðgjafar
Philip Morris virðast hafa mótað þau. „Ruslvísindi" var haft um rann-
sóknir sem höfðu verið ritrýndar af jafningjum en sýndu að reykingar
tengdust krabbameini og öðrum sjúkdómum. „Traust vísindi“ voru rann-
sóknir fjármagnaðar af tóbaksiðnaðinum sem gáfu til kynna að tengslin
milli reykinga og krabbameins væru óljós.72 Báðar þessar fylkingar gerðu
sér grein fyrir því að til að komast hjá lagasetningu og reglugerðum væri
ráðlegast að varpa rýrð á almennt samkomulag vísindamanna. I minnis-
blaði frá tóbaksfyrirtækinu Brown and Williamson má lesa eftírfarandi:
Efi er okkar vara, því hann er besta ráðið til að kljást við
þá „heild staðreynda“ sem er til staðar í huga hins almenna
borgara. Hann er einnig ráð til að skapa sundrungu.73
70 „Draft Q and A for PM USA and TASSC“, ódagsett, Bates nr. 2065556600:
http://legacy.library.ucsf.edu/cgi/getdoc?tid=ynk73c00&fmt=pdf&ref=results.
71 Sama rit.
72 Sjá David Michaels, „Scientific Evidence and Public Policy“, Amencan Journal of
Public Health (Supplement on Scientific Evidence and Public Policy), 95 (2005),
bls. S5-S7.
3 Ónafngreindur höfundur, „Smoking and Health Proposal“ (Brown & Williamson),
ódagsett, Bates nr. 690010951-690010959, bls. 4: http://legacy.library.ucsf.edu/
cgi/ getdoc?tid=rgy93 f00&ímt=pdf&ref=results.
195