Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 205
AFNEITUNARIÐNAÐURINN
okkar valdi stendur til að drepa gagnrýninni á dreif með því að
saka EPA um að hafa tekið við fjármunum fyrir skýrslu sína.
Mér virðist mannskapurinn hjá EPA liggja best við höggi, og
við skulum vona að sá (eða sú) sem höggið lendir á sé eins
háttsett(ur) og kosmr er. Eg hef veitt nokkur viðtöl og hef lagt
áherslu á að forsetinn vill að allir leggist á eitt. Kannski munum
við krefjast þess á morgun að Whitman verði rekin.120
New York Times komst síðar að því að Phil Cooney, sem er lögfræðingur
með enga menntun í vísindum, hefði verið færður frá American Petroleum
Institute yfir í Hvíta húsið þar sem honum var ætlað að stjórna því hvaða
mynd væri dregin upp af loftslagsbreytingum.121 Hann tók til við að rit-
stýra vísindaskýrslum og strikaði þá út niðurstöður sem bentu til að jöklar
væru að hörfa en skaut inn semingum sem gáfu til kynna að alvarlegar
efasemdir um loftslagsbreytingar væru útbreiddar meðal vísindamanna.122
Þegar þetta komst upp sagði hann upp og hvarf til starfa hjá Exxon.123
Olíufyrirtækið hefur einnig beinan aðgang að Hvíta húsinu. Þann 6.
febrúar 2001, sautján dögum eftir að George W. Bush tók við sem forseti,
sendi A.G. (Randy) Randol, yfirráðgjafi ExxonMobil í umhverfismálum,
fax til umhverfisfulltrúa í Hvíta húsinu,124 Johns Howard. I faxinu beindi
Randol fyrst sjónum að Robert Watson, yfirmanni Milliríkjanefhdar
Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Gefið var í skyn
að hann „léti einkahagsmuni ráða för“ og efdrfarandi spurningu varpað
fram:
Er ekki hægt að víkja Watson núna ffá að beiðni Bandaríkjanna?125
í framhaldinu var beðið um að næsti fulltrúi Bandaríkjanna á fundum
Loftslagsnefndarinnar yrði dr. Harlan Watson.126 Orðið var við báðum
120 Bréf frá Myron Ebell til Phils Cooney, útgefið í „White House Effect", Harper’s,
maí 2004.
121 Andrew C. Revkin, „Bush Aide Softened Greenhouse Gas Links to Global
Warming“, New York Times, 8. júní 2005.
122 Sama rit.
12- Jarnie Wílson, „Bush’s Chmate Row Aide Joins Oil Giant“, Guardian, 16. júm'
2005.
124 A.G. (Randy) Randol HI, yfirumhverfisráðgjafi hjá ExxonMobil, minnisblað
(„Bush Team for IPCC negouations") til Johns Howard, 6. febrúar 2001, fax sent
úr símanúmerinu (202) 8620268.
125 Sama rit, bls. 2.
126 Sama rit, bls. 5.
2°3