Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 167
KLASSÍK NORÐURSINS
(e. paradigm shift) í anda Thomasar Kuhns.4 Það er því nauðsynlegt að
kynna stutdega aðra helstu þátttakendur í því sem á eftdr fer.
Fyrstan skal nefna Skotann James Macpherson, skáld, þýðanda og
fræðimann, fæddan 1736 og dáinn 1796, sem frægastur er fyrir hina
umdeildu útgáfu á Ossíanskvœðum, sennilega einhverju áhrifamesta bók-
menntaverki í bókmenntakerfi Vesturlanda ef litið er til þeirra breytinga
sem það olli.5 Annar er hatrammur andstæðingur hans, orðabókarritstjór-
inn, skáldið og fræðimaðurinn dr. Samuel Johnson, góðkunningi Percys
og klúbbfélagi. Sá þriðji er Edward Lye, fræðimaður og orðabókarhöf-
undur sem var sérfræðingur í rúnum og öðrum norrænum fræðum. Sá
fjórði er William Shenstone, skáld og fagurfræðilegur ráðgjafi Percys
framan af ferlinum. Sá fimmti er Hugh Blair, bókmenntaprófessor í Edin-
borg, og sá sjötti er síðan lárviðarskáldið og bókmenntaprófessorinn
Thomas Warton yngri sem var í góðu sambandi við Percy að öllu leyti
nema því sem snerti upphaf rómantískra bókmennta í Evrópu eins og
hann orðaði það sjálfur.6
Reyndar má líta á Warton sem einn af ffumherjum fræðigreinarinnar
„enskar bókmenntir“ þótt harrn væri prófessor í klassískum bókmenntum.
Á þessum tíma var hugmyndin um ffæðigreinina enskar bókmenntir í
rauninni ekki til, en Warton gaf út fræga bók um enska 16. aldar skáldið
Edmund Spenser sem harrn kallaði rómantískt skáld og svo ritaði hann
4 Kuhn er m.a. þekktur fyrir The Stnicture ofScientific Revolutions (1962 og 1970)
þar sem hann setur fram kenningu sína um viðmiðaskipti þar sem ný og ólík við-
mið koma ffam og eru „ósammælanleg" (e. incommensurable), þ.e. hin gömlu og
nýju viðmið eru ekki mælanleg með sömu forsendum; það merkir að skilningur á
því sem lykilhugtök skilgreina gjörbreytist og það má með sanni segja í þessu til-
felli.
5 Ossíanskvaði fóru sem eldur í sinu um Evrópu á sjöunda áratug átjándu aldar og
raunar lengi efdr það; skv. Howard Gaskill er þetta mest þýddi texti sem á upp-
runa sinn á Bretlandseyjum að Robinson Crusoe frátöldum, sjá ,,‘Ossian’ at Home
and Abroad“, Strathclyde Modem Language Studies 8/1988, bls. 9.
6 Percy var þeirrar skoðunar að yfimáttúruleg og ýkt fyrirbrigði í miðaldabók-
menntum eins og draugar, álfar og þess háttar ættu uppruna sinn í norrænum
bókmenntum, enda var það í samræmi við ættartöluna nýju sem hann var að búa
tdl. Warton var hins vegar þeirrar skoðunar að þessi yfimáttúrulegu fyrirbæri ættu
rætur að rekja til araba og hefðu þau komist inn í vestræna menningu við kross-
ferðimar. Hugmyndina fékk hann hjá William Warburton. Sjá nánar í bók minni
Literary Diplomacy I: The Role of Translation in the Construction ofNational Literat-
ures in Britain and Gertnany 1750-1830, Frankfurt/Main o.v.: Peter Lang, bls.
173-195.
165