Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 201
GOÐUR, BETRI, MESTUR?
rúmtakinu. Hjá Leibniz er magn heldur ekki laust við frumspekilegar skír-
skotanir. Hann ræðir ekki um magn eins og við gerum þegar við tölum um
hrúgu af sandkornum og tennisbolta í neti, í Um uppnma hlutanna er hann
að tala um magn eðlis. Hin frumspekilega skírskotun er augljós. Og eðhs-
hugtakið í heimspeki Leibniz er um margt sérstakt. Hver og ein verund
hefur sitt eigið eðh. Allt er einnar gerðar, en hins vegar tryggja mismun-
andi srig fullkomnunar í hverri verund aðgreinanleika og einstaklingseðli.
Einfaldleikinn liggur til grundvallar, en stendur samt ekki í andstöðu við
það markmið að fá fram sem mest af einstakri fullkomnun í heiminum.
Skipulagið er ekkert flóknara en það að koma sem flestum hlutum fyrir á
ákveðnum stað án þess að einn rekist á annan. Hver sá sem hefur átt við
legókubba kannast við sKk viðfangsefni.34 Leibniz leggur vissulega ekki
þann skilning í „heim“ að um afmarkað bretti sé að ræða, enda á rýmið
sem við þekkjum af þannig þrívíðum hlut Ktið skylt við sambandið milli
verunda samkvæmt heimsmynd mónöðufræðanna. Dæmið getur þó verið
gagnlegt til þess að varpa ljósi á þá grunnhugsun að þar sem ein verund
tekur sér stöðu (jafhvel þótt sú staða fehst eingöngu í skynjun og tjáningu)
kemst önnur ekki fyrir.
Seinni spumingin er sett fram til þess að komast til botns í því hvað
Leibniz á við þegar hann segir að „annað vegi upp á móti hinu“. Er ekki
einhvers konar oftúlkun í því fólgin að Kta svo á að einfaldleiki leiða geti
bókstaflega sett hinu mögulega takmörk? Hvers vegna er fjölbreytileikinn
ekki einmitt mögulegur vegna skipulags ffernur en þráttfyrir skipulagið?
Skipulagið sem slíkt þarf ekki að vera takmarkandi samkvæmt nauðsyn.
Það er einfaldlega vegna þess orðalags sem Leibniz velur sér, þ.e. að „annað
á að vega upp á móti hinu“, sem mönnum er tamt að lesa Leibniz þann-
ig að skipulag heimsins takmarki þölbreytni á einhvern hátt. Til dæmis
mun hver sá sem ætlar að fullnýta geymsluna sína fljótlega átta sig á því
að með skipulagi og reglu má nýta rými betur. I rimm sem skrifuð hafa
verið um heimspeki Leibniz hefur þeirri hugmynd reyndar verið varpað
fram að hann hafi ekki ætlað sér að gera of mikið úr togstreitunni milli
einfaldleika og fjölbreytileika heldur hafi hann verið að lýsa vandamáli
34 Enn lendir sá sem reynir að útskýra heimspeki Leibniz í vandræðum þar sem
ffeistingin til að setja ffam skýringardæmi á það til að leiða hann býsna langt
og jafnvel leiða hann afvega. Sjálfur hefði Leibniz líklega ffemur haft í huga
steinhleðslumeistara, sbr. bréf hans til Malebranche sem minnst var á hér að ofan,
eða jafnvel spilaborð þar sem reitir geta verið ffáteknir samkvæmt þeim reglum
sem gilda í leiknum.
199