Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 5

Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 5
VIÐSKIPTI Hin hliðin á umskiptum í efnahags- lífi Evrópu: Evrópukreppa verkalýðsins. Einar Karl Haraldsson ritstjóri skrifar .............................. 49 Smáfréttir ........................... 55 Ágóði af alkóhólistum. Atvinnugrein sprottin af íslensku hugviti skilar miklum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið ......................... 56 Finnar eiga fé í sovéskum bönkum .... 58 HEILBRIGÐISMÁL íslendingar meðal verst tenntu þjóða heims ................................. 54 Hákarlalýsi gegn krabbameini.......... 61 Hundaæði í Finnlandi ................. 62 Smáfregnir af ýmsum heilbrigðismálum 64 NEYTENDUR „Við erum ekki rannsóknarréttur" segir Auður Eydal forstöðumaður Kvik- myndaeftirlits ríkisins ............. 65 UPPELDISMÁL Annarra manna krakkar. Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur skrifar um viðhorf fullorðinna til barna............................ 69 ÝMISLEGT Bflar Ásgeir Sigugestsson skrifar um dapurleg örlög sögulegs trukks ........ 75 Krossg.'ta ............................ 78 Leiðari Að tengjast Evrópu Hvort sem íslendingum líkar betur eða verr, er Evrópa að þróast hratt sem ein markaðsheild í samkeppni á alþjóðamarkaði við aðrar blakkir, Bandaríkin og Japan sérstaklega. Framundan er meiri fríverslun en áður hefur þekkst milli Evrópuríkjanna og framleiðsluhættir og samskiptahættir þjóðanna taka örum breytingum. í upphafi Evópu- umræðunnar hafa íslenskir stjórnmálamenn tekið dræmt í breytingar á samskiptum okkar við Evrópubandalagið og vísað til þess sem allir landsmenn eru sammála um; við viljum vernda landhelgina okkar, sjálfstæðið og viljum halda í þá samninga sem við höfum við bandalagið. En er nóg að gert? í Þjóðlífi að þessu sinni er afar fróðleg grein eftir Einar Karl Haraldsson um þá hlið Evrópuntarkaðarins sem snýr að samtökum launafólks. Þar kemur fram að finnski heimspekingurinn Georg Henrik von Wright hefur skilgreint núverandi þróunarstig á skipulagi framleiðslunnar á eftirfarandi hátt: „Það er verið að losa um tengsl iðnvæddra framleiðsluhátta, sem byggja á vísindum og tæknikunnáttu, við þjóðríkin. Iðnfyrirtækin brjótast út úr sínum hefðbundnu félagslegu og pólitísku römmum. Saman mynda þau sjálfstætt kerfi sem þróast eftir eigin lögmálum.-1 Þróun í þessa veru sem gæti verið einungis á forsendum markaðshagsmuna en ekki á forsendum launafólksins er hættuleg. í greininni kemur fram sú mikla bjartsýni sem um þessar mundir ríkir um sameinaða Evrópu, Evrópu sem þekkir ekki önnur landamæri en álfunnar, Evrópu þar sem ríkir friður, hagsæld og hamingja. Dæmi er tekið úr leiðara í Dagens Nyheter: „Það má líta á hugsýnina um Vestur-Evrópu — kannski Evrópu — án landamæra sem mótmæli gegn þjóðernishyggju og síngirni. Fríverslun stuðlar að friði; deilur milli Evrópuríkja eru nú settar niður við samningaborðið. Samtímis felur Evrópubandalagið í sér viðleitni til þess að efla velferð á grunni fjölmenns heimamarkaðar. Það er ekki hægt að neita því að efnahagsleg rök fyrir fríverslun eru sterk. En það eru ekki aðeins fjármagnshreyfingar sem eru alþjóðlegar. Umhverfismál, menningarmál, samgöngur og vísindi eru alþjóðleg fyrirbæri og þar með manneskjurnar einnig. Að vera fríverslunarsinni er jafn réttmætt og að vera umhverfissinni — og jafn yfirþjóðlegt". Það er auðvitað ljóst að ísland getur aldrei sett sig skilyrðislaust undir alger fríverslun- arákvæði í Evrópubandalaginu né heldur gengið eins og stórþjóð inn í það bandalag. En það er jafn ljóst að þær breytingar eru að verða og eiga eftir að verða á verslun og viðskiptum milli Evrópuþjóða og á alþjóðlegum markaði að íslendingar geta ekki setið hjá. íslendingar ættu að hafa frumkvæði að framtfðarsamningum við Evrópubandalagið, þar sem tekið er tillit til menningarlegrar sérstöðu og með fullkominni viðurkenningu á sjálfstæði þjóðarinnar. Þærbreytingarsem verða rnega heldurekki vera á kostnað launafólksins. Það verður að taka þátt í breytingunum annars gæti farið mjög illa. „Við verðum að berjast gegn því að vinnumarkaðurinn geti losað sig við fólk eins og iðnaðurinn losar eiturefni í sjóinn. Slíka félagslega losun verður að stöðva," segir Guy Spitaels leiðtogi belgískra sósíalista. „Ann- ars verður atvinnulífið harðneskjulegt og ómanneskjulegt í óviðunandi vinnuumhverfi. Það tjóar ekki að vinna fólk til fylgis við Evrópuhugsjónina eingöngu með flottum ræðum evrókrata og evróvina. Evrópa verður að njóta víðtæks stuðnings meðal alþýðu manna. Evrópa verður að hafa hjarta." Óskar Guðmundsson Útjíefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn Félagsútgáfunnar: Svanur Kristjánsson, Björn Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson. Jóhann Antonsson, Pétur Reimarsson. Varamenn: Árni Sigurjónsson, Brynjar Guömundsson. Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurösson. Ritstjóri Þjóölífs: Óskar Guömunds- son. Ritstjórnarfulltrúi: Hrafn Jökulsson. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Múnchen), Ásgeir Friögeirsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi). Guörún Helga Siguröardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sigurösson (New Haven), Ragnar Baldursson (Tokyo). Innlendir fréttaritarar: Jóhannes Sigurjónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (ísafjöröur). Smári Geirsson (Neskaupstaöur), Sveinn Helgason (Selfoss). Auglýsingastjóri: Hrannar B. Arnarsson. Skrifstofustjóri: Eiríkur Stephensen. Setning, umbrot, filmu- vinna, prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. Dreifing: Ævar Guömundsson, sími 38838 og bílasími 985-23334. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.