Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 10
Skuldum vafinn
INNLENT
minnihluta borgarstjórnar og þeir Baldur og
Jón hins vegar fulltrúar ísbjarnararmsins.
„Við sættum okkur ekki við þessa skipan
mála á sínum tíma“, sagði Sigurjón Péturs-
son borgarráðsmaður í minnihluta í samtali
við Þjóðlíf. Hann kvað minnihlutann hafa
leitað úrskurðar félagsmálaráðuneytisins,
sem hafi talið þessa skipan mála hins vegar
eðlilega. Sigurjón kvað hins vegar auðsætt af
þessu máli öllu að fyrirtækið væri á ábyrgð
borgarstjóra. Svo virtist sem sjálfstæði fyrir-
tækisins, sem borgarstjóri hefði þó oft á orði,
væri lítið. a.m.k. hefði stjórnarformaður
Granda skrifað Davíð bréf og boðist til að
kaupa bílinn af Granda, sem benti til þess
hver stjórnaði fyrirtækinu.
Sigurjón kvað lítið vera fjallað um málefni
Granda sem þó væri eitt mikilvægasta at-
vinnufyrirtæki Reykvíkinga. Fengist hefði
samþykkt fyrir áskorun til borgarstjóra að
ársfjórðungslega væri gerð grein fyrir stöðu
fyrirtækisins í borgarráði. Hins vegar hefði
það aldrei verið gert nema að minnihluta-
menn gengju á eftir því.
Svipaða sögu er að segja af uppsögnum
verkafólks á dögunum; borgarráðsmenn
fréttu af þeim ígegnum fjölmiðla. Sama á við
um sölu Ásþórs á dögunum, málið var ekki
kynnt á vettvangi borgarinnar.
Umdeildur rekstur
Mjög fer tvennum sögum af rekstri
Granda. Sumir segja að Brynjólfur Bjarna-
son (en hann mun einnig vera í fjáröflunar-
nefnd Sjálfstæðisflokksins) hafi tekið rekst-
urinn þannig í gegn að horfi til mikilla bóta, í
rauninni sé Grandi fyrsta fiskvinnslufyrir-
tækið sem rekið sé á faglegan hátt. Til marks
um það sé þróun framleiðslulínu í vinnslunni
og ýmislegt fleira. Gagnrýnendur segja að
þetta standist heldur ekki. Fiskvinnslufyrir-
tæki verði að fylgjast betur með markaði og
miða starfsemi sína við breytingar á honum.
Þannig hafi til dæmis verið langmest hag-
kvæmni í saltfiskvinnslu síðastliðin þrjú ár.
Hins vegar ákváðu nýju forstjórarnir að
leggja niður saltfiskvinnslu fljótlega eftir að
þeir tóku fyrirtækið yfir, þannig að Grandi
hefur ekki notið góðs af háu verði á saltfiski
síðustu árin eins og flest önnur fiskvinnslu-
fyrirtæki á íslandi. Sumir taka svo djúpt í
árinni að segja að í Granda sé verið að snúa
mög ár aftur í tímann, nú sé til dæmis verið
að pakka þar í hálfgerðar „rússapakkning-
ar“. Enn aðrir telja að skynsamlegt hafi verið
að leggja niður saltfiskvinnsluna, þar sem
togarafiskurinn frá skipum fyrirtækisins hafi
verið óheppilegur í saltfiskvinnslu, smár og
óhentugur í vinnslu.
Sumir segja að nýjungar hjá Granda eigi
eftir að skila ágóða síðar meir, en gagnrýn-
endur, neikvæðir að vanda, segja að marga
„nýjungarnar" séu dæmdar til að mistakast.
Dæmi um það sé laxasláturhús sem Grandi
hafi ætlað að koma á laggirnar en sé nú að
reyna að losa sig út úr.
Sigurjón Pétursson telur að reksturinn
hafi að mörgu leyti gengið ágætlega, en „það
er enginn vafi á því að fyrirtækið hefur haldið
þeirri stöðu m.a. með stórfelldri eignasölu".
Frjálshyggjan étur
börnin sín
Enn aðrir segja að Grandi sé að mörgu
leyti afskaplega gamaldags. Stjórnendunir
séu ekki trúir þeim markaðsviðhorfum sem
þeir hafi hampað á árum áður. Reyndar er
oft haft á orði upp á síðkastið í viðskipta-
heiminum að „ frjálshyggjan éti börnin sín“
og er þá bent á að boðberar frjálshyggjunnar
sem hafi farið út í viðskipti séu annað hvort
með illa rekin fyrirtæki eða orðnir þar tals-
menn einokunarviðskipta af einhverju tagi.
Enn fleiri boðberanna séu á spena hjá hinu
opinbera, ríkinu eða borginni ellegar stórum
hagsmunasamtökum. Gömlu vinstrimenn-
irnir séu hins vegar á kafi í viðskiptunum í
harðri baráttu gegn einokun á mörkuðum,
og þeir hafi til dæmis barist harðast fyrir
tilkomu fiskmarkaða í landinu.
Það er einmitt nefnt til marks um aftur-
haldsviðhorf í rekstri Granda, að fyrirtækið
hafi dregið lappirnar gagnvart fiskmörkuð-
unum á Faxaflóasvæðinu. Þetta fyrirtæki
sem er stærsti kvótaeigandi á svæðinu selur
ekki fisk nema í undantekningatilfellum á
mörkuðunum. „Þar al' leiðandi rugla þeir
fiskverð á svæðinu", segir fiskverkandi við
Faxaflóa.
„Við erum hluthafar í þessum fiskmarkaði
sem starfað hefur í tíu mánuði og allan þann
tíma höfum við heyrt gagnrýni af ýmsum
toga. Meðal þess sem gagnrýnt er að þegar
við komum með heilan togarafarm og höfum
selt hann í gegnum markaðinn, þá er gagn-
rýnt að við skulum kaupa 85% af því. Það
líkar sumum ekki. Stundum hefur maður
haft á tilfinningunni að menn vildu gjarnan
að við seldum þegar vantar fisk og kaupum
þegar nóg er af fiski. Þetta er ef til vill skiljan-
legt sjónarmið, því Grandi er það stórt fyrir-
tæki. Á sl. ári seldum við í gegnum marka-
ðina 3560 tonn og keyptum 1430 tonn og það
sem af er þessu ári höfum við selt 680 tonn og
keypt 410 tonn. Eftir áramótin höfum við
verið mjög íhaldssamir og ég hef alveg gefið
skýringu á því; ástæðan er sú að afkoman
hefur verið það léleg og reyndar tap á að
framleiða í frystingu sumar þessara afurða.
Þess vegna höfum við sent út fisk í gámum
eða í siglingu þegar markaðarnir erlendis
hafa verið góðir og fengið meira út úr því
en með því að vinna fiskinn í landi. Um
rekstrarskilyrðin í frystingunni þarf ekki að
fjölyrða", sagði Brynjólfur Bjarnason.
Óskar Guðmundsson
Bókun Alfreðs í
borgarráði
„I tilefni af ársskýrslu Granda hf sem
nýlega var lögð fram í bogarráði og svör-
um við fyrirspurn minni um stöðu fyrir-
tækisins sýnist augljóst að staða þess sé
ekki jafn traust og borgarstjóri og ýmsir
aðilar hafa látið í veðri vaka. Eins og flest
önnur fiskvinnslufyrirtæki í landinu á
Grandi hf við utanaðkomandi vanda að
etja en hitt er augljóst að fyrirtækið ýtti úr
vör í upphafi með alltof miklar skuldir á
herðunum. Heildarskuldir á síðasta ári
hækkuðu síðan um alls 67 milljónir króna
og voru heildarskuldir þá orðnar tæpar
1350 milljónir króna um síðustu áramót.
Fyrirtæki sem skulda of mikið miðað
við veltu og söluverðmæti eigna lenda
oftast í óyfirstíganlegum erfiðleikum.
Spurning er hvort nokkrar líkur séu til
þess að Grandi hf. komist út úr þessari
skuldasúpu. í reikningum fyrirtækisins er
sýndur hagnaður upp á 1.7 milljónir
króna en í raun var tap Granda hf upp á
tæpar 172 milljónir króna þegar reiknaðar
tekjur hafa verið dregnar frá hagnaði, en
reiknaðar tekjur er ekki hægt að nota til
að greiða skuldir.
Ársreikningar Granda hf. fyrir árið
1987 eru ekki eins ítarlegir og fyrir árið
1986 og þarfnast því nánari skoðunar við.
Ljóst er þó að Reykjavíkurborg, sem er
lang stærsti hluthafi fyrirtækisins þarf að
vera vel á verði um þróun mála hjá
Granda hf. Það er til að mynda alvarleg
þróun þegar fyrirtækið neyðist til að selja
togara burtu frá Reykjavík vegna rekstr-
arerfiðleika. Spurning er hvort og hvenær
fyrirtækið neyðist til að selja næsta tog-
ara. Hér eru miklir atvinnuhagsmunir
Reykvíkinga í húfi sem taka verður tillit
til.“
Ekki fyrir hvern
sem er
„Við afhendum ekki hverjum sem er út í
bæ ársreikningana", sagði Jón Rúnar
Kristjónsson fjármálastjóri Granda þegar
Þjóðlíf óskaði eftir ársreikningunum.
Þegar fjármálastjórinn var spurður hvort
hér væri ekki um að ræða almenningsfyr-
irtæki, sem m.a. væri í eigu borgarinnar,
vísaði hann til borgarinnar. Það væri ekki
hlutverk Granda að afhenda ársreikn-
inga.
10