Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 11

Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 11
INNLENT Verður Ragnar látinn fara? Ragnar Júlíusson stjórnarformaður Granda sagði Bynjólfi Bjanasyni í desem- ber sl. að hann hefði haft samband við alla stjórnarmenn fyrirtækisins vegna bílakaupa þess handa honum (sjá viðtal við Brynjólf). Pröstur Ólafsson stjórnar- maður hefur hins vegar upplýst að Ragn- ar hafi fyrst haft samband við hann í marsmánuði og þá ekki til að leita sam- þykkis hans heldur einungis til að láta hann vita. Margir telja að þessar missagn- ir séu nú orðnar þess eðlis að stjórn Granda muni leggja að Ragnari að segja af sér stjórnarformennsku. Skuldabyrðin mun léttari Segir Brynjólfur Bjarnason framkvœmdastjóri Lítil og handahófskennd þátttaka Granda í fiskmörkuðum hefur verið gagnrýnd. Samkvæmt ársreikningum 1987 eru lang- tímaskuldir 237.4 milljónir, vextir og verð- bætur um 95 milljónir og ef gengistap er reiknað með þá hefur fyrirtækið þurft að greiða í afborganir og vexti um 419 milljónir í fyrra. Verður þessi upphæð ekki í kringum hálfur milljarður í ár? — Þessi upphæð er fjarri lagi. Arið 1987 voru þetta 220 milljónir og 1988 verða þetta 245 milljónir. Pað var skuldbreytt 120 mill- jónum og tekin ný langtímalán að upphæð um 170 milljónir króna. Þessi 50 milljón króna munur dregst frá. Að viðbættum vöxt- um voru þetta 220 milljónir árið 1987. í gróf- um dráttum er þetta þannig að afborganirnar eru um 140 milljónir á ári og vextir um 90 milljónir. Nú hefur verið gengisbreyting, sem breytt hefur skuldastöðunni og tap á fiskvinnslu einnig það sem af er þessu ári. Hvað hafa skuldir aukist mikið á þessu ári? — Já. Við erum með um 600 milljónir í erlendar skuldir, þannig að 6% gengisfelling hækkaði erlendar skuldir urn 36 milljónir eða svo. Margir telja að vond skuldastaða fyrirtæk- isins eigi rætur að rekja til þeirra skulda sem Grandi yfirtók frá gömlu fyrirtækjunum? — Vissulega má segja það. Granda var ýtt sæmilega úr vör af eigendunum með góðri eiginfjárstöðu en því er ekki að neita að miklar skuldir fylgdu báðum fyrirtækjunum. Pað sem að gerðist var að eigendurnir yfir- tóku flestar langtímaskuldirnar við stofnun fyrirtækisins, en eftir stóðu skammtíma- skuldir hjá Granda. Við vorum allt árið 1986 og fram á mitt ár 1987 að fá breytingu á skammtímaskuldum yfir í langtímalán til að veltufé yrði ísæmilegu lagi, sem það oghefur verið frá miðju sl. ári, þ.e. greiðslustaða fyrirtækisins. Hefur fyrirtækið minnkað undir þinni stjórn? — Pað fer eftir mælikvarða. í tonnum tal- ið var heildarafli togara Granda 26.209 tonn, 1986 voru það 24.453. Hjá BÚR 1983 voru veidd 24.500 tonn ef þú vilt fá samanburð. Það er ljóst að í fyrirtækinu starfa færri starfsmenn en í báðum fyrirtækjunum áður. I fyrra voru 373 dagsstörf hjá fyrirtækinu og eftir síðustu aðgerð. Það á að verða þannig að það hafi fækkað um 100 til 150 manns frá því bæði fyrirtækin voru starfandi. í þann tíð var eitt frystihús til að vinna aflann. Er þá ekki óhagkvæmt að reka tvö í dag með vinnslu á svipuðum afla? — Þessi frystihús bæði tóku á móti um 18 þúsundum tonna. A sínum tíma var einnig unnin fiskur í skreið og saltfisk, en á þeirri 11 Skuldum vafinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.