Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 13

Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 13
INNLENT Þjóðhátíðarsjóður að þrotum kominn „Endemis vitleysa" „Þetta er endemis vitleysa. Sjóöurinn hef- ur ekkert rýrnaö aö raungildi, nema síö- ur sé“, sagði Magnús Torfi Ólafsson, for- maður stjórnar Þjóöhátíöarsjóös þegar tölur um hrun sjóðsins voru bornar undir hann. „Þessar tölur standast alls ekki hjá ykk- ur. Þið þurfið greinilega aö fá einhvern til aö reikna þetta upp á nýtt. Staðreyndin er sú að höfuðstóll sjóðsins hefur haldist óskertur og verið aukinn, m.a. vegna sölu Seðlabankans á minnispeningunum í til- efni 100 ára afmælis bankastarfsemi í landinu. Við höfum í hvívetna farið eftir skipulagsskrá sjóðsins um að skerða ekki höfuðstólinn“, sagði Magnús Torfi Ólafs- son. Þjóðhátíðarsjóður var settur á laggirnar með sérstakri skipulagsskrá árið 1977. I hann voru settar 300 milljónir gamlar krónur fyrir ágóða af sölu minnispeninga vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar árið 1974. Sjóðurinn skyldi ávaxtaður af Seðlabanka á bestu kjör- um hvers tíma. Tekjum hans er skipt á milli Þjóðminjasafns og Náttúruverndarráðs sem fá 25% hvort, en helmingi er úthlutað til einstaklinga og stofnana sem sækja um styrki hjá sjóðnum. Nú er svo komið að Þjóðhátíð- arsjóður hefur minnkað um helming síðan til hans var stofnað og með sama áframhaldi verður hann að engu á fáeinum árum. Samkvæmt útreikningi Hagfræðideildar Seðlabankans jafngildir stofnfé sjóðsins um 75 milljónum. miðað við lánskjaravísitölu 1. maí 1988. í Þjóðhátíðarsjóði eru hins vegar ekki nema 39 milljónir. Höfuðstóllinn hefur því minnkað um helming. í skipulagsskrá er til þess ætlast að höfuð- stóll haldist óskertur en tekjum úthlutað eftir því sem kveðið er á um og sjóðsstjórn ákveð- ur. „Eyðist upp“ „Það er því miður eins með þennan sjóð og margt það sem til góðs er, að hann eyðist með tímanum", sagði Sveinbjörn Hafliðason, starfsmaður Seðlabankans og ritari Þjóðhátíðarsjóðs, þegar hann var inntur álits á því að sjóðurinn væri að þurrkast upp. Sjóðurinn hefur verið ávaxtaður á rík- isskuldabréfum, sem vitaskuld eru verð- tryggð, en vextir síðustu 10 ára hafa verið mjögmismunandi,alltfrá3% til9%. Það hefur ekki dugað til. „Við höfum reynt að afla sjóðnum nýrra tekjustofna", sagði Sveinbjörn. „Seðlabankinn ákvað að ágóði af sölu minnispeninga vegna 100 ára bankastarfsemi á íslandi rynni í Þjóð- hátíðarsjóð. Þessar tekjur hafa hins vegar ekki verið miklar, því minnispeningarnar seldust ekki sérlega vel. Höfuðstóll sjóðs- ins hefur minnkað og verði ekkert að gert mun hann eyðast upp". Stjórn sjóðsins hefur frá upphafi verið nánast óbreytt. 1978-86 var hún svo skipuð: Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri, formað- ur, Gísli Jónsson menntaskólakennari, vara- formaður, Gils Guðmundsson fv. forseti sameinaðs alþingis, Eysteinn Jónsson fv. ráðherra og Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri. Formaður er skipaður af forsætisráð- herra, alþingi velur þrjá og Seðlabanki til- nefnir einn. Arið 1986 vék Gísli Jónsson úr stjórninni og Magnús Torfi Ólafsson tók við formennsku af Birni Bjarnasyni. Sjóðstjórn- armenn þiggja ekki laun fyrir störf sín, sam- kvæmt skipulagsskrá. Framlög Þjóðhátíðarsjóðs voru talsverður búhnykkur fyrir Þjóðminjasafn og Náttúru- verndarráð, enda fengu þessar stofnanir sem svarar um fjórum milljónum hvor árið 1978. Nú nemur styrkurinn hins vegar aðeins rúm- lega einni og hálfri milljón króna og er glöggt dæmi um dapurlega þróun sjóðsins. Það eru einkum tvær ástæður fyrir rýrnun Þjóðhátíðarsjóðs. Annars vegar er það að vextir af ríkisskuldabréfum hafa verið frekar lágir til skamms tíma og ágóði sjóðsins af þeim lítill. Þess vegna hefur verið gengið á höfuðstólinn. Það hlýtur að vera álitamál hvort Seðla- bankanum hafi tekist að uppfylla þá kvöð sem á hann er lögð í skipulagsskrá — að ávaxta sjóðinn með „hagkvæmustu kjörum á grundvelli verðtryggingar". Þjóðhátíðar- sjóður er að þurrkast upp. Hægt og hljótt. Seðlabankinn hefur ekki ávaxtað Þjóðhátíðarsjóð með neinum glæsibrag. 13

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.