Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 15

Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 15
INNLENT upplýsingum eftir atvikum og fjöldi manns hefur aðgang að gögnunum. Miðað við tölvuvæðinguna erlendis erum við svo langt á eftir að það er beinlínis hlægilegt“. Þeir sem munu hafa aðgang að tölvuskrám rannsóknarlögreglunnar verða allir starfandi lögreglumenn og yfirmenn embættisins. Þeir eru nú rúmlega fjörutíu. Rannsóknarlögreglustjóri kvað líklegt að nýja tölvukerfið yrði tekið í notkun í ein- hverju samráði við tölvunefnd. í raun og veru gerist þess hins vegar engin þörf, sam- kvæmt upplýsingum frá Jóni Thors skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu og ritara tölvunefndar. Lögreglan þarf ekki að ráð- færa sig við neinn. Lögin sem voru sett til að vernda einstaklinginn gegn kerfinu eru lek að þessu leyti. Fyrir þann leka er hægt að setja þegar lögin verða endurskoðuð á næstu misserum. Hrafn Jökulsson Smíoar bara fyrir stráka Jafnréttisráð lauk afgreiðslu 15 mála á sl. ári. Athugasemdir einnig gerðar þegar jafnrétti karla er misboðið. Sex konur og einn karl í Jafnréttisráði. Fyrir skömmu kom út hjá Jafnréttisráði skýrsla síðasta árs. Þar keniur fram að ráðið fáuk afgreiðslu 15 mála árið 1987 og eru þau af ýmsum toga. Þannig barst ráðinu ábend- ing vegna endurútgáfu á Kennaratali, en á eyðublaði sem sent var kennurum til útfyll- ingar var einungis óskað upplýsinga um móðurafa og föðurafa en ekki móðurömmu og föðurömmu. Jafnréttisráð beindi þess vegna þeim tilmælum til útgáfustjórnar bók- arinnar að ekki yrði gerður greinarmunur á kynjunum að þessu eða öðru leyti. Ráðinu barst einnig kæra á síðasta ári frá nokkrum nemendum eins grunnskólans í Reykjavík vegna synjunar skólastjóra á að stúlkur fengju kennslu í smíðum. Samskonar kæra hafði borist árið áður. Jafnréttisráð ítrekaði tilmæli til skólastjórans um að láta af þessari mismunun og hafði einnig samband við námsstjóra í handmennt í skólaþróunar- deild. Aðlögunartími grunnskóla að breyttu fyrirkomulagi er löngu liðinn, en þrátt fyrir það var ákveðið í samráði við menntamála- ráðuneytið að gefa enn nokkurn frest. I skýrslu Jafnréttisráðs er tekið fram að náms- stjórar í handmenntakennslu muni fylgjast grannt með að grunnskólar vinni markvisst að því að strákar og stelpur fái sömu kennslu í þessu fagi sem öðrum. Þá barst Jafnréttisráði ábending vegna skipunar nefndar á vegum forsætisráðuneyt- isins, og var þetta ntál af nokkuð öðrum toga spunnið en flest önnur sem komu til kasta ráðsins. Nefndin sú arna átti að koma fram með tillögur um hvernig styrkja megi stöðu fjölskyldunnar og því kölluð fjölskyldu- nefnd. í þessa nefnd skipaði forsætisráð- herra fimm konur — en engan karl. Jafnréttisráð tók undir þessa ábendingu og í bréfi til Þorsteins Pálssonar forsætis- ráðherra, var lögð áhersla á að nefndir séu bæði skipaðar körlum og konum — og bent á að yfirleitt halli á konur í þeim efnum. í Jafnréttisráði eiga nú sæti sjö manns: Ásdís J. Rafnar formaður, Árni Gunnarsson varaformaður, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Hrafnhildur Stef- ánsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir og Ingi- björg Magnúsdóttir. Sern sagt: Sex konur og einn karl. HJ Þorsteinn Pálsson: Fékk vinsamlega ábendingu um að í nefnd um fjölskyldu- mál væri óeðlilegt að hafa eingöngu kon- ur. Árni Gunnarsson: Eini kariinn í sjö manna Jafnréttisráði. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.