Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 16

Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 16
INNLENT Fjárfestingafélagið tapar milljónum Verðlausir kaupsamningar seldir Fjárfestingafélagin u. Andvirðið nemur 5-6 milljónum. Gunnar Helgi Hálfdánarson, fram- kvœmdastjóri Fjárfestingafélags- ins: Ákveðin misfella kom upp. „Það kom upp ákveðin misfella, sem nú er unnið að því að leiðrétta. En þetta eru engar fúlgur sem málið snýst um. Fjárfestingafé- lagið veltir milljörðum svo það hljóta ávallt að koma upp misfellur4', sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfest- ingaielagsins í samtali við Þjóðlíf. Nýlega kom á daginn að Byggingafélagið Þverás hafði selt Fjárfestingafélaginu verðlausa kaupsamninga vegna byggingaframkvæmda í Þverásnum í Breiðholti. Einn starfsmaður Fjárfestingafélagsins hefur látið af störfum vegna þessa og byggingafélagið Þverás íhug- ar að kæra mann sem fór með fjármál fyrir- tækisins. Gunnar sagði að Fjárfestingafélagið hefði kært Þverás og byggingaverktakana Örn og Magnús til rannsóknarlögreglunnar. Sú kæra hefði verið dregin til baka. „Við leggj- um áherslu á að finna lausn á þessu máli til að koma í veg fyrir að þeir aðilar sem keyptu húsnæði af Þverási skaðist. Það er hins vegar ljóst að Fjárfestingafélagið mun tapa fimm til sex milljónum." Heimildir Þjóðlífs herma Þverás hafi átt í umtalsverðum viðskiptum við Fjárfestinga- félagið. Sá sem annaðist bókhaldið fyrir Þverás mun m.a. hafa selt Fjárfestingafélag- inu kaupsamninga að húsum sem eru íbygg- ingu á vegurn fyrirtækisins. Nýlega kom á daginn að þrír kaupsamn- ingar sem Fjárfestingafélagið hafði greitt fyrir voru málamyndasamningar: Þeir sem voru skrifaðir sem kaupendur voru hreint ekki að kaupa sér hús. Samningunum var ekki þinglýst. Fjárfestingafélagið hafði borg- að nrilljónir fyrir verðlausa pappíra. Sá sem útbjó skjölin á nú yfir höfði sér kæru frá Þverási. Kæran hefur ekki borist en unnið er að því á bak við tjöldin að bjarga því sem bjargað verður. Fjárfestingafélagið hef- ur tekið yfir mestallar eignir Þveráss, í því skyni „að ráðstafa þeim til þeirra sem höfðu gert alvöru samninga við Þverás", sagði Gunnar. Gunnar Helgi Hálfdánarson gerði lítið úr málinu í samtali við Þjóðlíf og sagði að alltaf annað slægið kæmu upp misfellur sem væru síðan leiðréttar. „Þetta dæmi er að vísu í stærra lagi", sagði Gunnar Helgi. „Ákveðnum starfsmanni okkar urðu á þau mistök að þinglýsa ekki kaupsamningunum og það notfærði aðili hjá Þverási sér. Þessi starfsmaður tók þann kost að segja upp". Gunnar sagði að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort málið verður kært. Það væri háð því hvað kemur út úr athugunum Gunnar Helgi Hálfdánarson: Leggjum mikla áherslu á að kaupendur skaðist ekki. sem nú standa yfir. Hann lagði mikla áherslu á að fyrst og fremst yrði reynt að sjá til þess að kaupendur sköðuðust ekki. Sem fyrr sagði var Þverás í viðskiptum við Fjárfestingafélagið og eru skuldirnar því snöggtum meiri en þær fimm til sex milljónir sem voru greiddar út vegna hinna fölsuðu kaupsamninga. Nær útilokað er að Fjárfest- ingafélagið nái peningunum til baka. Hrafn Jökulsson Katrín H. Árnadóttir: Við erum með ýmis- legt á prjónunum. „Ætlum að opna Katrín H. Árnadóttir tekur að sér umsjón með Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins Fyrir skömmu tók Katrín H. Árnadóttir við umsjón Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins af Antoni Erni Kjærnested sem gegnt hefur því starfi frá stofnun klúbbsins árið 1974. Katrín er viðskiptafræðingur að mennt, út- skrifaðist frá Háskóla Islands árið 1984. Hún vann um tveggja og hálfs árs skeið hjá Eim- skipum en tók þá við starfi framkvæmda- stjóra íslensku óperunnar. Auk þess að hafa umsjón með BAB mun Katrín vinna að markaðsmálum fyrir Almenna bókafélagið. „Það eru ýmsar hugmyndir uppi um að klúbbinn“ efla starfsemi klúbbsins, m.a. að opna hann og setja bækurnar á almennan markað enda mikið eftir því leitað", sagði Katrín í samtali við Þjóðlíf um hvað væri á döfinni hjá klúbbnum. „Eftir sem áður bjóðum við fé- lögum í BAB bækur á þriðjungi lægra verði en tíðkast á almennum markaði". Bókaklúbbur AB gefur út eina bók í mán- uði en hefur auk þess innan sinna vébanda Ljóðaklúbb. Plötuklúbb, Matarklúbb og Hljóðsnælduklúbb. Samtals eru félagar um fjórtán þúsund og þannig er BAB ein öflug- asta útgáfa landsins. Aðspurð kvað Katrín ekki fyrirhugaðar róttækar breytingar á útgáfustefnunni, held- ur yrði sem endranær reynt að höfða til sem flestra með fjölbreyttu efni. Sjálf kvaðst hún alæta á bækur, læsi jafnt reyfara sem ævisög- ur og skáldskap. 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.