Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 20

Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 20
INNLENT Umdeild ráðning — Jafnréttisráð mótmælir Störf og starfshættir Náttúruverndarráös hafa komist í sviðsljósið í kjölfar ráöningar þjóögarðsvaröar í Skaftafelli. Þá var ráðinn Stefán Benediktsson, arkitekt og fyrrverandi þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, en gengið framhjá fjórum umsækjendum með menntun og reynslu á sviði náttúrufræða og líffræða. í febrúar s.l. felldi Jafnréttisráð svo þann úrskurð að ráðning Stefáns hefði brot- ið í bága við lög um jafna stöðu karla og kvenna. f bréfi til Náttúruverndarráðs var mælst til þess að eftir að reynslutíma Stefáns lýkur um næstu áramót verði Sigrún Helga- dóttir, líffræðingur, ráðinn. Sigrún hlaut ekki stuðning innan Náttúruverndarráðs, enda hefur m.a. komið á daginn að sumir ráðsmenn sem í stöðuna völdu, lásu alls ekki allar umsóknirnar. Jafnframt reyndu for- maður ráðsins og fleiri að gera Sigrúnu tor- tryggilega í óopinberu bréfi sem sent var Jafnréttisráði. Þar var ýjað að því að Sigrún væri ósamstarfshæf. í samtölum við blaða- mann Þjóðlífs komu sömu fullyrðingar fram — án nokkurs rökstuðnings. Maður sem vel þekkir til innan Náttúruverndarráðs sagði að „rógsherferð Náttúruverndarráðs væri síðasta hálmstráið til að reyna að réttlæta stöðuveitingu sem væri með eindæmum ófag- leg“. Staða þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli var auglýst til umsóknar þann 28. ágúst á síðasta ári. Kagnar Stefánsson, sem gegnt hefur starfinu frá upphafi, eða í um 20 ár, Iét af störfum um síðustu áramót. Ragnar var bóndi og ekki með sérstaka menntun á sviði náttúrufræða, en Náttúruverndarráð lagði mikla áherslu á að eftirmaður hans hefði reynslu og menntun á því sviði. Um stöðu þjóðgarðsvarðarins sóttu, auk Sigrúnar og Stefáns, Haraldur Antonsson búfræðingur, Jón Hjartarson skólastjóri og Finnur Torfi Hjörleifsson lögfræðingur. Náttúruverndarráð, sem valdi í stöðuna var svo skipað á síðasta ári: Eyþór Einarsson formaður, skipaður af menntamálaráð- herra, Einar E. Sæmundssen landslagsarki- tekt, Friðjón Guðröðarson sýslumaður, Jón Gunnar Ottósson líffræðingur, Lára G. Oddsdóttir forseti SÍN, Páll Líndal lögmað- ur og Þóroddur F. Þóroddsson jarðfræðing- ur. Frá upphafi var ljóst að Friðjón Guðröðar- son studdi Stefán Benediktsson, og það sama gerði formaður ráðsins, Eyþór Einars- son og varaformaður hans, Elín Pálmadóttir blaðamaður sem situr alla fundi ráðsins en hefur ekki atkvæðisrétt. Skipuð var nefnd þriggja manna sem skyldi ræða ítarlega við alla umsækjendur. Nefndin var skipuð þeim Friðjóni, Eyþóri og Gísla Gíslasvni framkvæmdastjóra Náttúru- verndarráðs. Nokkuð ljóst er að bæði Frið- jón og Eyþór höfðu þegar gert upp hug sinn áður en þeir byrjuðu að ræða við umsækj- endurna. Sigrún Helgadóttir lauk BS gráðu í líffræði frá Háskóla íslands vorið 1978 með jarðfræði og landafræði sem aukagreinar. Haustið 1981 lauk hún mastersgráðu, M.Sc., frá Edin- borgarháskóla í auðlindanýtingu. Lokarit- gerð hennar þaðan fjallar um skipulag og nýtingu þjóðgarða í þremur löndum, Bret- landi, Bandaríkjunum og á íslandi. Sigrún var landvörður í Jökulsárgljúfrum fimm Elsa Þorkelsdóttir „Órökstuddar dylgjur Náttúruverndarráðs" „í síðasta bréfinu sem Náttúruverndar- ráð sendi okkur vegna málsins gefa þeir í skyn að samskiptaörðugleikar valdi því að Sigrún hlaut ekki starfið“, sagði Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafn- réttisráðs. „Við getum vitanlega ekki tek- ið mark á órökstuttum fullyrðingum á borð við þær sem í bréfinu voru. Það er algengt að atvinnurekendur beri fyrir sig að tiltekin starfskraftur sé ósamvinnu- þýður, en slíkt þarf að sanna t.d. með yfirlýsingum frá samstarfsfólki eða yfir- mönnum. í þessu tilviki var því ekki til að dreifa. Náttúruverndarráð getur því ekki kastað fram einhverjum dylgjum eins og gert var í síðasta bréfinu“. 20

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.