Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 25

Þjóðlíf - 01.05.1988, Side 25
ERLENT Benazir Bhutto: tók upp merki föður síns þegar hann var tekinn af lífi og er nú helsti stjórnarandstöðuleiðtoginn í Pak- istan. Corazon Aquino: óumdeilanlega vinsæl meðal almennings — en á Filipseyjum dregur hylli hersins lengra. Hasina Wajid: hættir til að hafa uppi svona álíka málskrúð og Mujibur sáluga föður hennar. Voldugar konur í Asíu Bág er staða kvenna Þriðja heimsins, þar sem ólæsi er landlægt, þar sem meðalaldur karla er hærri en kvenna, og segir það sína sögu um ástandið en samt hefur það skipast svo, að í fímm löndum, þar sem fimmtungur mannkyns býr, hafa konur annað hvort verið hæstráð- endur eða leiðtogar stjórnarandstöðu. Þessar konur eiga það sameig- inlegt að vera nátengdar fyrrverandi ieiðtogum landanna og allar utan ein, ekkjur eða dætur myrtra leiðtoga. Þeim hefur ekki farist stjórnin/stjórnarandstaðan sérstaklega glæsilega úr hendi. En kannski ekki verr en körlum, þótt ekki sé ástæða til að fara út í það hér. Allar eiga það líka sameiginlegt, að sögn landa þeirra, að þær „höfða meira til tilfinninga en skynsemi“. Hvort ályktun verður af því dregin um„ skynsemisplan“ sem landar þeirra eru á — það væri efni í aðra grein. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður skrifar Konur kvarta undan því að þær séu settar skör lægra í mannfélagsstiganum, að ekki sé nú talað um launastigann. Þær mega sæta kynferðislegri kúgun af hálfu karla og er þá fátt eitt minnst á, sem okkur hrjáir. Þess verð ég oft vör að konur í ríkjum Þriðja heimsins furða sig einatt á áherslupunktum í kvenna- baráttu Vesturlanda. Hjá þeim er réttur til náms efst á blaði og raunar er því svo farið víða að ekki aðeins konur þurfa að berjast fyrir því sem okkur finnst svo sjálfsagt að ekki þarf að hafa á því orð; að fá að læra að lesa. Að ekki sé nú farið fram á meira. Konur í löndum Þriðja heimsins eru ann- ars og þriðja flokks þjóðfélagsþegnar í merk- ingu, sem er mjög framandleg okkur og lítt skiljanleg, nema því aðeins að við leggjum okkur fram um að kynnast þjóðfélagsmynd þeirra. Konur eru vinnudýr, konur eru nauð- synlegar til að ala eiginmönnum sínum börn — umfram allt syni — og þó að þær njóti ákveðinnar virðingar og verndar innan fjöl- 25

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.