Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 32

Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 32
ERLENT Svarti eldpresturinn Jesse Jackson „Ég er sérstakur,“ kallar Jesse Jackson og menn taka ósjálfrátt undir. „Ég skipti máli, jafnvel þótt ég sé fátækur — þótt ég sé fátæk- ur, er ég samt sérstakur.“ Fyrr en varir eru menn farnir að hrópa ýmis vígorð undir for- ystu Jesses. Kosningafundir hjá honum eru að hluta til talkórar með þátttöku við- staddra. Fyrir nokkrum vikum var ég á kosn- ingafundi hjá Jesse Jackson í Hartford í Connecticut-fylki. Þetta var útifundur og blandaður áheyrendahópur — svipaður fjöldi var af svörtu og hvítu fólki. Flest hrif- umst við með þessum mælska, svarta presti sem hefur þegar sett mark sitt á sögu Banda- ríkjanna. Það var amma Jesse sem hamraði inn i hann sjálfsvirðingu, frá henni hefur hann þessa upphrópun sem hann grípur til við flest tækifæri: „Ég er eitthvað sérstakt, ég er ein- hvers virði." Sjálfstraustið sem amma hans eftir Jón Ásgeir Sigurðsson innrætti honum, hefur reynst óborganlegt veganesti. Raunar rifjaði Jesse upp á fundin- um í Hartford, að hann væri óskilgetinn son- ur 16 ára móður, hefði alist upp í húsi með svo þunna veggi að þeir skýldu aðeins gegn vindi en ekki gegn kuldanum og hann þekkti því örbirgð af eigin raun. Þessi reynsla hans af mótlæti gerir honum kleift að ná tilfinningalegu sambandi við fjöldann — fólk sem stendur í erfiðri lífsbar- áttu vegna veikinda, fötlunar, eignamissis, atvinnuleysis. Jesse kallar alla til liðs við fjöldahreyfingu til að binda endi á atvinnu- leysi, erlendar skuldir, fíkniefnafaraldurinn, eyðni og húsnæðisleysi. í Hartford fóru menn brosandi og upplitsdjarfir af fundar- stað, margir orðnir liðsmenn Jesse Jacksons. Jesse er heillandi ræðumaður Pólitísk fífldirfska í janúarbyrjun 1984 heimsótti hann flótta- mannabúðir Palestínumanna fyrir utan Damaskus í Sýrlandi. Fáir af íbúum búðanna kunnu ensku en Jesse var í góðu skapi og innan skamms námu sjónvarpstökuvélarnar skara af Palestínumönnum sem hrópuðu í kór með Jackson: „Ég er eitthvað sérstakt, jafnvel þótt ég sé fátækur og hafi ekki vinnu.“ Til Damaskus var Jesse kominn í erinda- gjörðum sem eru dæmigerðar fyrir pólitíska fífldirfsku hans. Nokkrum vikum áður höfðu Sýrlendingar skotið niður bandaríska her- þotu í njósnaleiðangri yfir áhrifasvæðum þeirra í Líbanon. Robert Goodman, svartur flugliði, komst lífs af en var handtekinn og hafður í haldi í Damaskus. Jesse þótti Reag- an forseti sýna takmarkaðan áhuga á því að fá svarta hermanninn leystan úr haldi og lagði þessvegna sjálfur land undir fót. Undir- búningur að fyrri framboðstilraun hans var þegar hafinn, og það hefði skjótlega verið bundinn endir á pólitískan frama hans, ef illa hefði tekist til í Damaskus. Þetta var því pólitískt hættuspil. En Jesse tókst að tala um fyrir bragðarefn- um Assad Sýrlandsforseta, sem fyrirskipaði að Goodman skyldi leystur úr haldi og af- hentur Jackson. I einu vetfangi umhverfðist Jesse í augum fjölmiðla og almennings úr Hans klaufa í alþjóðlegan samningamann. Menn kepptust við að láta í ljósi aðdáun á þessu framtaki hans og aðsókn á framboðs- fundi hans jókst verulega. Jackson var kominn á verulegan skrið í skoðanakönnunum þegar líða tók á janúar- mánuð 1984, hann var einn af þremur efstu mönnum hjá demókrötum og talinn eiga góðar vonir í fyrstu forkosningunum í New Hampshire. En þá varð honum illilega á í messunni. Hann gaf sér tíma til að ræða við tvo blaðamenn í National flughöfninni í Washington, kallaði gyðinga í New York „Hymies", sem er niðrandi slanguryrði, og nefndi stórborgina „Hymie“-borg. Þetta ásamt öðrum pólitískum glappaskotum varð til þess að hann átti ekki von í framboðinu árið 1984. Bandarískar forkosningar Það er rétt að fara nokkrum orðum um að- draganda forsetakosninga hér í Bandaríkj- 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.