Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 35

Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 35
ERLENT Meðal hvítra hefur Jesse unnið óvænta sigra — og vinnur hjörtu ungra sem aldinna. unum. Kosið er í nóvember fjórða hvert ár, og stendur valið milli forsetaefna demókata- og repúblikanaflokksins. Flokkarnir ráða því sjálfir hvernig þeir haga vali á forsetaefn- um, og er valdið í höndum landsfundanna sem eru haldnir um sumarið fyrir nóvember- kosningarnar. Sá frambjóðandi sem aflarsér flestra fulltrúa á landsfund, hlýtur útnefn- ingu flokks síns. Landsfundarfulltrúarnireru aftur kosnir í svonefndum forkosningum sem eru haldnar í hverju fylkinu á fætur öðru, allar götur frá því í janúar fram í júní. Forkosningum er senn að ljúka þegar þessi grein birtist og orðið ljóst að George Bush hefur aflað sér nægilega margra fulltrúa á landsfund repúblikana og verður því forseta- efni þeirra. Fljá demókrötum var um skeið tvísýnt hvor þeirra Jesse Jacksons eða Mike Dukakis yrði fyrir valinu. en núna er ljóst að Dukakis fylkisstjóri Massachusetts verður kjörinn forsetaefni þeirra. Jesse dregur sig ekki í hlé við svo búið, hann keppir í þeim forkosningum sem eftir eru, enda á hann bæði digra kosningasjóði og gengur fleira til en keppnin um forsetaframboðið. Honum er núna mest umhugað að treysta valdastöðu sína í demókrataflokknum. Hann eggjar menn til að fella George Bush í nóvember og standa þétt saman um framboð demókrata. Flestum ber saman um að Dukakis geti ekki valið sér varaforsetaefni í trássi við vilja Jes- se Jackson. Sömuleiðis muni hann hafa hönd í bagga með val á mönnum í aðrar stjórnar- stöður. Traustir liðsmenn Jesse hefur þegar sannað svo ekki verður um villst að hann er ómissandi í kosningasigri demókrata.Honumtókst íþessari umferð að fylkja langflestum svörtum mönnum og mörgum hvítum undir sínu merki. Meðal fylgismanna hans fjölgar ört hvítum mennta- mönnum með meðaltekjur, en sá hópur er í fararbroddi við stefnumótun demókrata- flokksins. Lágtekjumenn í hópi hvítra eru á hinn bóginn erfiður hópur. Þar er sums stað- ar grunnt á kynþáttahatrinu. Jesse hefur reynt að höfða til þeirra með áherslu á bar- áttu gegn atvinnuleysi og hann hefur mælt með hækkun lágmarkslauna. Frábrugðið öðrum frambjóðendum er fylgi Jesse mjög öflugt, menn kjósa hann af sannfæringarkrafti — ekki vegna þess að hann sé illskástur. Bush og Dukakis hafa fengið flest atkvæði í forkosningunum, en skoðanakannanir benda á hinn bóginn til þess að það sé mun ótraustara fylgi en eld- heitir aðdáendur Jacksons. Hann er af þess- um sökum þegar orðinn einn fremsti leiðtogi demókrata, enda verður honum tíðrætt um nauðsyn á samstöðu í haust. Jesse hefur mildast frá því 1984, jafnvel þótt stjórnmálastefna hans hafi lítið breyst. Hann forðast hörkulegar og hvatvíslegar yfirlýsingar, en leggur þess í stað áherslu á bjartsýni og vongleði. „Down with dope, up with hope“, kveður við á kosningafundunum — niður með dópið, upp með vonina. Hann hefur gert baráttuna gegn fíkniefnum að einu helsta stefnumáli vinstri manna, en áður virtust hægrimenn hafa einkaleyfi á ein- urð í þeim efnum. Jackson vill meðal annars beita viðskiptaþvingunum, öflugri landhelg- isgæslu og flotanum til að stöðva innflutning eitursins. Ennfremur umfangsmikla herferð til að koma í veg fyrir að ungt fólk hefji notkun fíkniefna og til að hjálpa þeim sem hafa ánetjast. Straumhvörf Jesse Jackson væri kallaður sósíaldemókrati á Norðurlöndum. Honum verður tíðrætt um efnahagsofbeldi og það að Reaganstjórn- in hafi gert þá ríku ríkari og þá fátæku fátæk- ari. Jesse segir að Reagan sé Hrói höttur með öfugum formerkjum. Núna þurfi aukin ríkisafskipti íheilbrigðismálum, barnagæslu, menntun, málefnum launafólks og bænda. Evrópumönnum þykir ríkja skálmöld í bandarískum heilbrigðismálum, um 30 mill- jónir landsmanna njóta engrar sjúkratrygg- ingar og daglega fréttist af fjölskyldum sem verða gjaldþrota vegna sjúkrahússkostnaðar þegar heimilismaður veikist. Jesse hefur lagt til að lífeyrissjóðum launa- fólks verði skylt að kaupa ríkisskuldabréf, svo að stjórnvöld geti notað peningana í fjár- festingar eins og verkamannabústaði og samgöngumannvirki. Þetta hljómar kunnug- Iega á Norðurlöndum, en hefur vakið mikla athygli og jákvætt umtal hér í Bandaríkjun- um. Stjórnmálastefna Jacksons skilaði sér vel inn í umræðuna meðal demókrata, hon- um er það vandalaust að útlista hvernig hægt sé að koma þeim stefnumálum í framkvæmd. Sumir halda því fram að hann sveigi demó- krata allt of langt til vinstri, en sjálfur segir Jesse að kjósendur flokksins hafi nálgast sín- ar skoðanir. Víst er að á landsfundi demó- krata í Atlanta í júlí mun áhrifa Jesse Jack- sons gæta verulega, bæði í stefnumótun og við mannaval. í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna hafa hvítir kjósendur — og raunar svartir einnig — alvarlega hugleitt þann möguleika að svartur maður tæki við stjórn Hvíta hússins í Washington. Jackson stóð um tíma jafnfætis Dukakis í forkosningunum og rúmlega helmingur kjósenda í Wisconsin kaðst líta hann jákvæðum augum fyrir forkosningarn- ar þar. En hann fékk aðeins fjórðung at- kvæða í Wisconsin, fólk kaus Dukakis vegna þess að það taldi hann eiga meiri möguleika á að sigra George Bush í nóvember. Fyrir nokkrum áratugum komst baráttan fyrir rétti svartra manna og annarra minni- hlutahópa á skrið hér í Bandaríkjunum. Svartir menn tóku að nýta sér kosningarétt- inn. Ýfingar og misrétti af völdum kynþátta- haturs eru síður en svo úr sögunni, en fram- boð Jesse Jacksons er á góðri leið með að valda straumhvörfum í bandarískum stjórn- málum. -JÁS 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.