Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 54

Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 54
VIÐSKIPTI Velferðinni verður misskipt í Evrópu framtíðarinnar... umhverfissinni — og jafn yfirþjóðlegt" (DN 24/4 “87). Vofa atvinnuleysisins Grunnþankinn er sem sagt að ríða svo þétt net viðskiptasamninga einstaklinga og fyrir- tækja um þjóðríkin að stríð þeirra á milli sé óhugsandi. En þó að þetta sé fallegur þanki þá gerir gríðarlegt atvinnuleysi það að verk- um að hjá mörgum fylgir því óbragð að taka sérorðið fríverslun í munn. Þegar fríverslun- in og atvinnuleysi eru tengd saman láta full- trúar UNICE, Samtaka evrópskra atvinnu- rekenda, í Briissel sér fátt um finnast, og svara því einu, að það hafi verið reiknað út að fullkomið afnám verslunarhafta með vöru, þjónustu og fjármagn innan EB, muni þýða um fjögurra prósentustiga hagvaxtar- auka. Aðeins með auknum hagvexti sé hægt að minnka atvinnuleysi. I EB-ríkjunum 12 eru 16-17 milljónir manna atvinnulausir, eða 11.5-12 af hundraði vinnufærra. í OECD-ríkjunum 24 eru 31.532 milljónir manna á skrá yfir atvinnulausa, eða 8.25%. Til samanburðar eru Norðurlöndin, Svíþjóð og Noregur með 2-3%, Finnland með rúmlega 5% og EB landið Danmörk með 8.5-10%. Og ekki megum við gleyma Islandi sem er með Evrópumetið í fæstum atvinnuleysisdögum — 0.75% skráð at- vinnuleysi 1987. Innan EB ríkjanna heitir það svo að í gildi sé frjáls vinnumarkaður og sami félagslegur réttur allra EB-borgara hvar í landi sem er samkvæmt 48. grein Rómarsáttmálans. Vax- andi atvinnuleysi, ásamt tungumálaerfið- leikum, menntunarskorti og átthagatryggð standa í vegi flutninga milli landa. „Sveita- festan" heldur mönnum kyrrum þó hún sé ekki lengur lögboðin. í Bremen eru til að mynda 15% vinnufærra atvinnulausir, og unglingar fá ekkert að gera. Samt er lítið um að fólk þaðan flytjist til Baden Wúrtenberg eða Bayern þar sem atvinnumöguleikar eru miklu betri. Árið 1983 þegar EB-borgarar voru 250 milljónir unnu 1.9 milljónir þeirra í öðru EB- landi en heimalandinu. Þá unnu í Svíþjóð einni 200 þúsund norrænir menn sem ekki voru af sænsku bergi brotnir. Á sjöunda áratugnum fluttu um 0.7% íbúa EB búferlum milli landa innan bandalagsins, á áttunda áratugnum, þegar erfiðleikar voru Framtíð bölsýnismannsins Að tíu árum liðnum í NFS-þema nr. 1 1988 (upplýsingarit Norræna verkalýðssambandsins) er brugðið upp tveimur mynd- um af hugsanlegri aðlögun Norðurlanda að Evrópu- markaðinum. Forsendan er sú að einangrun komi ekki til greina. Til þess að geta selt framleiðsluvörur okkar neyddumst við til þess smám saman að kasta gæðakröfum fyrir róða. Við höfum lagað framleiðslu okkar að EB-stöðlum. Þeir eru tilkomnir annars vegar vegna almennrar til- skipunar frá framkvæmdanefnd EB og hins vegar í útfærslu evrópskra stöðlunarnefnda. Slakað hefur verið á í umhverfis- og heilsuverndarkröfum. Bílarnir eru aftur farnir að menga um- hverfið samkvæmt EB-staðli, því horfið hefur verið frá bandaríska staðlinum um útblástur sem Norðurlöndin höfðu áður fallist á að virða. Bannið við asbestnotkun hefur verið aft- urkallað. Réttur til þess að birta viðvaranir um hættuleg efni á umbúðum hefur verið tak- markaður. Verkalýðsfélögin sem tóku þátt í að móta reglur á heimavelli hafa verið rekin út af á Evrópuvellinum, og hafa engin áhrif í Evrópufyrirtækjum. Umferðin var gefin frjáls án þess að fyrir lægi stefnumótun í samgöngumálum með til- liti til umhverfisins. Afleiðingin er sú að akstur vöruflutningabifreiða vex hraðfara. Flugið var gefið frjálst með sömu afleið- ingum og í Bandaríkjunum, það er að segja minna öryggi og færri ferðum til útkjálka. Samræming á söluskatti hefur minnkað skattstofna á Norðurlöndum með þeim af- leiðingum að greiðslur til að standa undir velferðarkerfi og atvinnustefnu hafa dregist saman. Brennivín og létt vín lækkuðu í verði mörgum til mikillar ánægju en með þeim afleiðingum að almennu heilsufari hrakaði. Tryggingarfyrirtæki, bankar og fjármála- fyrirtæki hafa fengið frjálsari hendur til ákvarðana, og möguleika til þess að flytja fé yfir landamæri. Frelsið hefur þó leitt til fjölda gjaldþrota á þessum sviðum og hefur það bitnað á viðskiptavinum þessara aðila. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.