Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 55

Þjóðlíf - 01.05.1988, Qupperneq 55
VIÐSKIPTI komnir upp í atvinnulífinu, fór talan niður í 0.4% og á fyrstu fjórum árum yfirstandandi áratugar, þegar fjöldaatvinnuleysi var orðið viðvarandi, er þessi tala komin niður í 0.2%. Til samanburðar þá skipta 20 þúsund nor- rænir menn um ríkisfang og 50.000 um veru- stað innan Norðurlanda á ári hverju, eða 0.3-0.4%. Hinn frjálsi vinnumarkaður á Norðurlöndum hefur verið miklu virkari yfir tímabilið í heild heldur en reyndin er innan EB. Evrópusamband frjálsra verkalýðsfélaga óttast mjög að í framtíðinni verði um að ræða óviðunandi þrískiptingu vinnumarkaðarins. Efst á toppnum verði vel menntaður, vel launaður og vel stæður þriðjungur launa- fólks, sem hefur rétta og sérhæfða menntun (tækni-, hagfræði- eða tölumenntun t.d.). Fólk úr þessum hópi nýtur hins frjálsa vinn- umarkaðar og fer fram og aftur yfir landa- mærin milli skóla, stofnana og vinnustaða. Um 50 prósent vinnuaflsins verður í hópi tvö og stundar tiltölulega einhæf og kyrrstæð þjónustu- og iðnaðarstörf. Á botninum verður svo sá þriðjungur sem ekki hefur náð fótfestu á vinnumarkaði, get- ur ekki aðlagast hröðum breytingum á hon- um, eða er í lamasessi vegna atvinnusjúk- dóma, örkumla eða einhvers konar líkam- legrar eða andlegrar örbirgðar. „Við verðum að berjast gegn því að vinn- umarkaðurinn geti losað sig við fólk eins og iðnaðurinn losar eiturefni í sjóinn. Slíka fé- lagslega losun verður að stöðva," segir Guy Spitaels leiðtogi belgískra sósíalista í viðtali Peter J Boldt hjá finnska Alþýðusam- bandinu. Óhjákvæmileg aðlögun Norð- urlanda að Evrópubandalaginu, — spurningin um það hve dýru verði menn vilji kaupa hana. við Arbetet í Málmey 8/2 ’88. „Annars verð- ur atvinnulífið harðneskjulegt og ómann- eskjulegt í óviðunandi vinnuumhverfi. Pað tjóar ekki að vinna fólk til fylgis við Evrópu- hugsjónina eingöngu með flottum ræðum evrókrata og evróvina. Evrópa verður að njóta víðtæks stuðnings meðal alþýðu manna. Evrópa verður að hafa hjarta." Hræddari við EB-staðla en atvinnuleysi í skoðanakönnunum í Svíþjóð og Noregi hefur það komið í ljós að almenningur óttast ekki svo mjög að atvinnuleysi muni vaxa við það að Svíar og Norðmenn gerist aðilar að Evrópubandalaginu. Það sem áður var sagt um tregðu til þess að hreyfa sig yfir landa- mæri hjá fólki sem hefur litla menntun styður það að ástæðulaust sé að óttast fjöldainnrás atvinnulausra frá Vestur-Evrópu. Vel skól- að fólk er hinsvegar hvarvetna aufúsugestir og eins og ástandið er nú t.a.nr. í Svíþjóð er talið að hið opinbera og iðnaðurinn muni berjast um hvern skólaungling sem út á vinnumarkaðinn kemur næsta áratuginn. Jan Balstad hjá norska Alþýðusambandinu tjáir fremur hina almennu skoðun, þegar hann segir íþemablaði NFS nr. 1 1988 að fólk óttist að útilokun frá EB muni geta leitt til minnkandi atvinnu vegna þess að 60-70% af útflutningsvörum Norðmanna fari á EB- markaðinn. Á móti kemur að fólk er uggandi um að þeir staðlar sem verið er að taka ákvarðanir um innan EB á rúmlega 300 sviðum fram- leiðslu- og viðskipta muni draga úr þeim lífs- gæðum sem þegar eru fyrir hendi á norður- löndum. Að til að mynda kröfur til vinnu- verndar og vinnuumhverfis muni fara minnkandi með tilvísun til EB-staðla. Valdastaða og með- ákvörðunarréttur yfir landamæri Evrópusamband frjálsra verkalýðsfélaga gerir kröfur um virka evrópska atvinnu- og iðnaðarstefnu. Það gerir kröfu um sérstakar byggðaaðgerðir, enda er nú svo komið að sterkustu vígi verkalýðshreyfingarinnar eru á jaðarsvæðum og í sveitum, en ekki lengur í verksmiðjum borganna. Pað gerir kröfu um markvissa umskólun og vinnumarkaðspóli- tík svipaða þeirri sem tíðkast á Norðurlönd- um. Og það vill fá rétt til samninga yfir landamærin. Eitt af því sem evrópskir atvinnurekendur óttast eins og pestina er það ef tækist að koma á einhvers konar meðákvörðunarrétti í evrópskum samsteypum, eins og t.d. tíðk- ast í Svíþjóð. Rune Molin varaforseti Al- þýðusambandsins í Svíþjóð hefur gagnrýnt Framtíð bjartsýnismannsins Hjólin eru aftur tekin að snúast í Evrópu. Atvinnuleysið minnkar ár frá ári. Rauntekjur mjakast upp á við hægt en ör- ugglega. Hvarvetna í Vestur-Evrópu er nú svigrúm til þess að bæta hið félagslega öryggisnet, menntun, sjúkraþjónustu og umönnun. Enginn talar lengur um „sjúka ellibelg- inn“. Vísindamenn úr öllum áttum vinna saman að því að þróa nýja tækni og nýjar fram- leiðsluvörur. Vörur, þjónusta og fjármagn mæta engum hindrunum við landamæri. Heimsins stærsti heimamarkaður, 350 milljónir manna, hefur gert það að verkum að samkeppnisaðstaða V-Evrópuríkja er nú betri en keppinautanna hinumegin á hnettin- um. I lok níunda áratugarins tókst Norræna verkalýðssambandinu og Evrópusambandi frjálsra verkalýðsfélaga að fá hina „félags- legu vídd“ viðurkennda, ekki aðeins sem pappírsmarkmið í EB-plöggum, heldur sem eins raunhæft og mikilvægt verkefni og að ryðja úr vegi viðskiptatálmum og samkeppn- ishömlum. Staðlar um framleiðsluvörur og þjónustu hafa verið samræmdir, en þau lönd sem gerðu mestu gæðakröfurnar réðu ferðinni í samræmingunni. Pað voru ekki ætíð Norður- löndin en þó æði oft. Verkalýðshreyfingin hafði áhrif á sam- ræminguna m.a. með stórbættu innra sam- starfi. Norðurlöndin flytja ekki aðeins út bacon, olíu, fisk, pappír og bfla, heldur einnig sitt velferðarmódel og vinnumarkaðspólitík. Pað er nú regla í Evrópu að launafólk eigi fulltrúa í stjórnum fyrirtækja og á vinnustöð- um starfa allsstaðar öryggis- og vinnuvernd- arfulltrúar. I fyrirtækjum sem starfa í mörgum löndum eiga starfsmenn góða möguleika á að ræða sameiginlegar kröfur yfir landamæri, og hafa áhrif á langtímaáætlanir stjórna fjölþjóð- legra fyrirtækja. Evrópuríki eru almennt að opna landa- mæri sín fyrir pólitískum, efnahagslegum og menningarlegum straumum í álfunni. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.