Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 64

Þjóðlíf - 01.05.1988, Síða 64
HEILBRIGÐISMÁL Hundaæði komið til Finnlands Barst með villidýrum að austan. Merði útrýmt í Finnlandi Óttast er að hundaæði breiðist út í Finnlandi. í byrjun aprílmánaðar fannst í austurhluta landsins hundur sem hafði drepist úr hunda- æði. Við nánari athugun fundust fleiri dýr, þar á meðal tveir refir og merðir, sem einnig höfðu drepist úr hundaæði. Talið er að æðið hafi annað hvort borist með villtum dýrum yfir landamærin frá Sovétríkjunum eða frá Eistlandi yfir vetrarísinn á Finnska flóa en í marslok bárust finnskum heilbrigðisyfir- völdum þær fréttir að vart hefði orðið við hundaæði í vesturhluta Sovétríkjanna. Þá létu heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi grípa til varúðarráðstafana á svokölluðu áhættu- svæði við landamærin en allt kom fyrir ekki. Eftir að dauði hundurinn fannst var þegar í stað gripið til aðgerða til að hindra frekari útbreiðslu veikinnar. Eigendur hundsins voru færðir á sjúkrahús þar sem grunur lék á að hundurinn hefði bitið þá og ef til vill smit- að áður en hann drapst. Dýralæknar báðu dýraeigendur að halda hundum sínum og köttum innan húss eða innan landareignar sinnar og láta vita ef vart yrði við dauð dýr úti á víðavangi eða dýr sem hegðuðu sér undar- lega. Hafist var handa við bólusetningu hunda og fólks, fyrst í stað í heimabyggð dauða hundsins sem þó var utan við áhættusvæðið svokallaða. Smám saman var svo farið að bólusetja dýralækna um suður- og austur- hluta landsins. Eftir því sem bóluefni hafa borist til landsins hafa hundar í öðrurn hér- uðum landsins verið bólusettir í einhverjum mæli. í landinu eru um 300.000 hundar og gert er ráð fyrir að takist að bólusetja þá flesta áður en langt um líður. Ekki er fyrir- hugað að bólusetja ketti þó að talið sé að þeir beri helst smit til manna. Nokkrum dögum eftir að fyrst varð vart við hundaæðið komu stjórnvöld þeim tilmæl- um á framfæri við veiðimenn að þeir myndu auka mjög veiðar sínar á merði þar sem hann væri helsti smitberi hundaæðis og fækka ref- um svo um nrunaði. í landinu væru alltof margir merðir sem hefðu komið að austan og féllu alls ekki að náttúru og lífríki landsins. Mörðurinn ætti sér „engan náttúrulegan óvin“ sem sæi um að hindra óeðlilega fjölgun hans og útbreiðslu, sögðu talsmenn heil- brigðisyfirvalda. Því væri réttast að útrýma honum og til þess þyrfti að veiða um 60.000 merði á ári. Auk marðarins mættu veiði- menn svo fækka refum, minkum og greif- Sjónvarpsmenn taka viðtal viö finnskan ingjum þar sem þeir bæru líka smit. Auk þessa þyrftu kattaeigendur að halda dýrunr sínum heima við þar sem finnskir kettir væru vanir miklu frjálsræði, þeir hefðu ávallt get- að farið um skógana að vild og komist þannig í tæri við villt dýr. Náttúru- og dýraverndunarsamtök hafa að sjálfsögðu mótmælt tilmælum stjórnvalda um útrýmingu marðarins en lítinn hljóm- grunn fengið. Finnar hafa töluverða reynslu af að fást við hundaæði þar sem vart hefur orðið við það í landinu þrisvar áður, fyrst unr 1930, svo um 1940 og síðast um 1950.1 öll skiptin tókst að koma í veg fyrir útbreiðslu þess en þá var um hundaæði í hundum að ræða, ekki í villt- um dýrum eins og að þessu sinni. Sérfræð- ingar eru þó ekkert sérstaklega vongóðir um að þeim takist að uppræta hundaæðið nú því að reynsla þjóða Mið-Evrópu undanfarin ár hefur sýnt hve erfitt það er, jafnvel ómögu- legt. Þeir segja að hundaæði þrífist vel þar sem einni tegund villtra dýra hefur fjölgað svo mikið að ójafnvægi hefur komist á í nátt- úrunni. í löndum Mið-Evrópu hefur ref fjölgað mest en í Finnlandi er það mörðurinn. Sér- fræðingarnir staðhæfa að ekki takist að eyða veikinni nema stórt skarð sé höggvið í stofn marðanna, að minnsta kosti nokkur ár líði þar til auknar veiðar á merði gefi þann ár- angur sem vonast er eftir, ef það tekst þá nokkurn tíma að losna við hundaæðið. Heilbrigðisyfirvöld segja að Finnar verði nú að umgangast dýr á annan hátt en áður. Gæludýrum megi ekki sleppa lausum úti í náttúrunni. Fullorðnir verði að kenna börn- um sínum að halda sig frá ókunnugum dýr- um úti á götum og vera á varðbergi gagnvart villtum dýrum sem haga sér undarlega og Snata: Hundaæöi er lífshættulegt. laðast að mönnum. Nú verði Finnar að læra að búa við hundaæði í landinu. Þegar fréttist um hundaæðið bönnuðu stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð strax innflutn- ing hunda án skriflegs leyfis frá dýralækni. Samkvæmt fyrirskipunum verða hundar settir í fjögurra mánaða sóttkví og gæsla efld við landamæri landanna. Fregnin um hundaæðið kemur sér þó sér- lega illa fyrir Álandseyinga. Hætt er við að ferðamannastraumur minnki til Álandseyja vegna þessa þar sem sænskir sumarbústaða- eigendur og smábátaeigendur á ferð um álenska skerjagarðinn vilja taka gæludýr með sér á eyjarnar. Álandseyingar hafa velt fyrir sér hvort mögulegt væri að hindra útbreiðslu hunda- æðisins til eyjanna og lýsa eyjarnar lausar við sjúkdóminn. Þeir hafa þó komist að þeirri niðurstöðu að til þess að svo mætti verða yrði að auka eftirlit nreð skerjagarðinum og koma á fót einhvers konar sóttkví. Það yrði þeim of kostnaðarsamt. fjöldi smábáta sé slíkur og auk þess fari dýr ferða sinna um ísinn milli Finnlands og eyjanna á veturna að vild — með því yrði erfitt að hafa eftirlit. Hundaæði er lífshættulegt, ef maður er bitinn eða ef munnvatn smitaðs dýrs kemst í opið sár, eru allar líkur á að hann smitist. Hann verður þá þegar í stað að leita sér læknishjálpar og fá ofnæmissprautu. Eftir að einkenni sjúkdómsins eru komin fram er ekki lengur hægt að bjarga lífi hans. Enginn hefur þó sem betur fer dáið úr hundaæði í Finnlandi enn sem komið er. og enginn smit- ast, en í Mið-Evrópu deyja að meðaltali þrír menn úr hundaæði á ári. Guðrún Helga Sigurðardóttir, Helsinki. 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.