Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 67

Þjóðlíf - 01.05.1988, Page 67
SÆÐINGIN Synishorn af nokkrum kápum sem eftirlitið hefur bannað. NEY Erum ekki rannsóknarréttur Segir Auður Eydal hjá Kvikmyndaeftirliti ríkisins Auður Eydal forstöðumaður Kvikmynda- eftirlitsins. Gætir ósamræmis í lögunum þar sem eftirlitið nær ekki yfir myndir í sjónvarpi. „Við erum ekki að ritskoða myndir og því síður erum við rannsóknarréttur eins og við höfum heyrt“, sagði Auður Eydal hjá Kvik- myndaeftirliti ríkisins í spjalli við Þjóðlíf. í fréttum nú á dögunum var haft eftir ein- um eigenda myndbandaleiganna að markað- urinn sá arna væri í þann veginn að jafna sig eftir það mikla hrun sem varð með tilkomu Stöðvar 2. Sumir telja að ástæðan sé sú, að flestar þær myndir sem sýndar eru á þeirri stöð væri einnig hægt að fá á myndbandaleig- um. Eða eins og einn gagnrýnandi orðar það: hún er háþróuð myndbandaleiga með heimsendingarþjónustu. Margir gagnrýnendur myndbanda benda hins vegar á að forráðamönnum stöðvarinn- ar dytti aldrei i hug að sýna sumar myndir sem er á boðstólum hjá myndbandaleigum, en það eru illa gerðar og viðbjóðslegar of- beldismyndir. Reyndar eru þær í miklum minnihluta þegar litið er yfir hillurnar, en börn eiga nokkuð greiðan aðgang að mörg- um þeirra, ýmist með eða án vitundar for- eldra. Þeir eru nefnilega nokkuð margir for- eldrarnir sem ekki vita um aldurstakmörk mynda vegna þess að margar þeirra eru ekki merktar frá Kvikmyndaeftirliti ríkisins. Samkvæmt upplýsingum hjá Auði Eydal, forstöðumanni Kvikmyndaeftirlitsins ber öllum aðilum sem dreifa myndböndum hér á landi skylda til að koma með þau til skoðun- ar. Allar ómerktar spólur á myndbandaleig- um eru því ólöglegar og því allsendis óheimilt að leigja þær út. Ástæður þess að þær eru ómerktar eru aðallega tvær: — Á þeim er gamalt efni sem kom á markað- 65

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.