Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 12

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 12
INNLENT Á síðustu mánuðum framkvæmdanna í Viðey var unnið við ýmiskonar lagfæringar á umhverfi bygginganna í Viðey. Liður í þessu var lagfæring á kirkjugarðinum. í fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1988 var m.a. gert ráð fyrir þessari lagfæringu. Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarráðs- fulltruá Framsóknarflokksins, þá var um- rædd breyting á kirkjugarðinum kynnt borg- arráðsmönnum sem lítilsháttar lagfæring á garðinum.,, Ég man að ég lagði þann skilning í þetta að það ætti að snyrta garðinn og laga til í honum“. Kirkjugarðurinn í Viðey á sér um margt merka sögu, samtvinnaða sögu Viðeyjar, og bar hann að margra mati dæmigert svipmót íslensks kirkjugarðs eins og þeir voru til sveita áður fyrr. Fannst mörgum brýnt að þessi sérkenni garðsins yrðu varðveitt, á sama hátt og önnur þarna á eyjunni. Ekki hefur verið mikið um greftanir í garðinum hin síðari ár, en þó hafa nokkrar grafir verið teknar þar á sl. tveim áratugum, þ.á.m. graf- ir Gunnars Gunnarssonar skáld, Franciscu konu hans og Gunnars sonar þeirra. Kirkjugarðurinn „lagfærður“ í lok júní á sl. ári hófust framkvæmdirnar í kirkjugarðinum og var m.a. fengin traktors- grafa til að slétta úr honum. Áður en fram- kvæmdirnar hófust voru leiðin mæld út þannig að hægt yrði að merkja þau að nýju. I kringum garðinn var síðan hlaðið úthöggnu grjóti, sáð í garðinn og leiðin merkt. Af ein- hverjum ástæðum var ekki haft samband við afkomendur Gunnars skálds áður en ráðist var í framkvæmdirnar. í byrjun júlí hugðist sonarsonur Gunnars, Gunnar Gunnarsson, auglýsingateiknari, fara í kirkjugarðinn og hlúa að leiðum föður síns, afa og ömmu. En honum brá illilega þegar hann sá að búið var að breyta garðin- um í eitt stórt moldarflag. í frétt DV um atburðinn var m.a. haft samband við við Gunnar og lýsti hann þar undrun sinni á aðförunum. „Það er búið að breyta öllu þarna úti og slétta leiðin án samráðs við ætt- ingja. Að gera þetta og nota dráttarvél jaðrar að mínu mati við helgispjöll" var m.a. haft eftir Gunnari. í umfjöllun DV var einnig haft samband við séra Þóri Stephenssen staðarhaldara. Orðrétt hafði DV eftir honum um fram- kvæmdina: „Það var auglýst eins og lög um kirkjugarða mæla fyrir um í Lögbirtingablaði og útvarpi og haldinn fundur með þeim sem gáfu sig fram og þeir voru allir mjög glaðir yfir því að nú loksins skyldi garðurinn verða settur í gott lag, fegraður og prýddur." Grein Halls Magnússonar Ljóst er að „lagfæringin“ á kirkjugarðinun í Viðey vakti viðbrögð margra, sérstaklega vegna þess hvernig að henni var staðið. Að mati margra viðmælenda þjóðlífs hefðu borgaryfirvöld mátt fara að meiri gætni í framkvæmdina og að þau hefðu átt að freista þess að ná sambandi við aðstandendur eftir fleiri leiðum. Hörðustu viðbrögðin komu þó án efa frá Halli Magnússyni blaðamanni og varaborgarfulltrúa Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem skrifaði hina frægu grein í Tímann um málið þann 14. júlí 1988. í greininni fór Hallur hörðum orðum um „lagfæringarnar" á kirkjugarðinum og taldi þær m.a. vera á skjön við þá viðleitni borgar- yfirvalda að að færa mannvirki í Viðey í sem upprunalegast horf. Ennfremur segir hann að óeðlilega hafi verið að framkvæmdunum staðið, t.d. að ekki hafi verið haft samband við afkomendur þeirra sem síðast voru jarð- aðir í garðinum. í greininni dregur Hallur séra Þóri alfarið til ábyrgðar á framkvæmd- inni. Þess ber að geta að einungis tveimur dögum áður svaraði séra Þórir fyrir fram- kvæmdirnar í DV. Hallur tiltekur einnig í greininni með hvaða hætti séra Þórir var ráðinn staðarhald- ari, tengsl hans við Frímúrararegluna og bregður honum á brýn að gerðir hans stjórn- ist fremur af stjórnmálaskoðunum en kristi- legum hugsunarhætti. í stuttu máli sagt telur Hallur að það hafi verið unnin helgispjöll á kirkjugarðinum sem ekki verði bætt fyrir. Séra Þórir hefur aldrei svarað grein Halls á prenti, en þess í stað birtist í Tímanum tveimur dögum síðar athugasemdir frá „Við- eyjarnefndinni“. Þar er séra Þórir firrtur allri ábyrgð á framkvæmdunum og grein Halls mótmælt í heild. í athugasemdunum var jafnframt tekið fram að löglega hafi verið að framkvæmdunum staðið. Óviss málalok Fari dómur á þann veg að séra Þórir teljist ekki vera opinber starfsmaður, né hafi verið það í júlí þegar Hallur skrifaði grein sína, má fastlega búast við að Hallur verði sýknaður af öllum ákæruatriðum. Fari svo segist séra þórir fara í venjulegt meiðyrðamál við Hall, og yrði það rekið sem einkamál fyrir borgar- dómi. En svo gæti einnig farið að málinu yrði á ný vísað til ríkissaskóknara til úrskurðar um hvort bera eigi fram nýja ákæru. I frétt sem birtist í Þjóðviljanum 17. mars sl. kemur fram að séra Þórir og Hallvarður Einvarðsson, ríkissaksóknari, séu félagar í sömu stúkunni innan frímúrareglunnar. í fréttinni er getum að því leitt að verjandi Halls, Ragnar Aðal- steinsson, hyggist í vörn sinni „gera athuga- semdir við náin tengsl þeirra Hallvarðs og Þóris sem geri ríkissaksóknara óhæfan til að fara með mál fyrir klcrkinn". Sem fyrr hefur dómarinn síðasta orðið í málum sem þessum og ljóst er að margir bíða spenntir eftir niðurstöðu hans. Kristján Ari. Séra Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey: Ríkissaksókn — Það var ríkissaksúknari sem komst að þeirri niðurstöðu að að brotið hefði verið á mér sem opinberum starfsmanni, vegna starfa minna, og ákvað því að höfða opinbert sakamál, segir sr. Þórir Stephen- sen sem tók því 1 jútlega að svara nokkrum spurningum Þjóðlífs um þetta mál. Tildrög málaferlanna er grein Halls Magnússonar, þar sem hann gagnrýnir harkalega störf þín sem staðarhaldara í Viðey og ber þér á brýn skinhelgi. I stað þess að fara í meiðyrðamál við hann ferð þú þess á leit við ríkissaksóknara að höfðað verði opinbert sakamál. Hvers vegna valdir þú þess leið? — Til að byrja með datt mér ekkert ann- að í hug en að fara í persónulegt meiðyrða- mál við Hall. Mér var hins vegar bent á það af lögfræðingum, að stöðu minnar vegna, sem dómkirkjuprestur og staðarhaldari, ætti ég að leita réttar míns eftir öðrum leið- um. Það varð úr að ég fór á fund ríkis- saksóknara og ræddi við hann um þessi mál. Hann komst að þeirri niðurstöðu sem áður greinir. — Að mínu mati er hugtakið „opinber starfsmaður“ mun víðtækara en svo að það nái einungis yfir embættismenn ríkisins. Þannig tel ég að bæði starf mitt sem dóm- kirkjuprestur og staðarhaldari rúmist inn- an þess. Fyrir mér var ekki um annað að ræða en að fara þessa leið, því að lögin gera ráð fyrir því að opinberir starfsmenn geri það ef á þeim er brotið. — Mér skilst að á síðastliðnum árum hafi verið lítið um að fólk höfði meiðyrða- mál. Ég hygg að ástæðan fyrir því sé fyrst og fremst sú að fólk treysti sér einfaldlega ekki til að fara út í slíkt. Og á þessu bera íslenskir fjölmiðlar að hluta til ábyrgð, því starfshættir nokkurra þeirra gera svona mál enn erfiðari. Þegar fólk sér sig knúið til að fara í meiðyrðamál, ekki hvað síst þegar um opinbert mál er að ræða, þá eru málsa- tvik ítrekað birt í blöðunum, og þannig er maður síendurtekið ataður hinum sama auri. Mér finnst að fjölmiðlafólk ætti að íhuga þessi mál því þessir starfshættir þeirra hræða í raun og veru fólk frá því að leita réttar síns og verja æru sina. — Ég var varaður við því af einstaka mönnum, ekki þó lögfræðingum, að fara út í meiðyrðamál, því að slíku fylgdi mikil andleg áreynsla, m.a. vegna starfshátta fjölmiðlanna. Ég ákvað þó að láta hræðsl- 12

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.