Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 16

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 16
INNLENT Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélagsins: Vörum við hættunni á ritskoðun — Málið er komið á alvarlegt stig ef ríkis- saksóknari starfar sem einhverskonar varð- hundur fyrir kerfið, gínandi yfir þessum hlutum. Hætta er á að slíkt gæti dregið kjark úr fólki við að fjalla um viðkvæma hluti. An þess að við séum að leggja eitthvert mat á það sem Hallur skrifar þá teljum við að sá farveg- ur sem málið er komið í feli í sér ákveðna tilhneigingu til ritskoðunar. Og við þeirri hættu erum við að vara við með ályktun okkar, segir Lúðvík Geirsson formaður Blaðamannafélags íslands, en félagið sendi frá sér eftirfarandi ályktun vegna málsins: „Stjórn Blaðamannafélagsins varar alvar- lega við þeirri þróun í átt til ritskoðunar í landinu, að ríkissaksóknari höfði opinber mál á hendur einstaklingum fyrir skrif þeirra um opinbera embættismenn í fjölmiðlum á grundvelli eftirfarandi lagagreinar nr. 108 í lögum nr. 19 frá 1940: „Hver sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sekt- um, varðhaldi eða fangelsi allt að þremur árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Stjórn Blaðamannafélagsins telur löngu tímabært að ofangreind lagagrein verði end- urskoðuð. Ákærur af hálfu hins opinbera er vísasti vegur til að hefta eðlilega umfjöllun um öll gagnrýniverð mál.“ Lúðvík kvað óeðlilegt að ríkissaksóknari gripi inn í mál með þessum hætti, því í raun væru menn að skáka í skjóli laga sem löngu væru orðin úrelt. í rauninni væri óskiljalegt að þessi lög væru enn í gildi. „Forsendurnar fyrir þessari lagasetningu á sínum tíma voru allt aðrar en eru fyrir hendi í dag. Á síðast- liðnum árum hefur þessi lagagrein meira verið notuð sem grín inná opinberum stofn- unum, hengd upp til gamans í stofnunum víða um borgina. Við munum fylgjast grannt með þróun þessa máls í Ijósi þessa," sagði Lúðvík Geirsson formaður blaðamannafé- lagsins að lokum. Kristján Ari Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður Alþýðubandalagsins: Óeðlileg tilraun til ritskoðunar Þessi málaferli eru náttúrlega ákveðin til- raun til ritskoðunar og þau eru í alla staði mjög óeðlileg. Ég tel að þó að vegið sé að mönnum í starfi, þá sé það ekki hlutverk ríkissaksóknara að ganga fram fyrir skjöldu í slíkum málum, jafnvel þó að eldgömul lög geri ráð fyrir því, lög sem byggðust á em- bættismannakerfl þess tíma, sem síðan hefur breyst verulega. Rfkissaksóknari hefði þá al- deilis nóg að gera, eins og er nú talað um ýmsa starfsmenn þings og þjóðar, sagði Sig- urjón Pétursson borgarráðsmaður Alþýðu- bandalagsins, um málssókn ríkissaksóknara á hendur Halli, í samtali við Þjóðlíf. — Þó svo að það hafi verið tilgreint í fjár- hagsáætlun fyrir árið 1988 að framkvæma ætti einhverjar lagfæringar á kirkjugarðinum í Viðey, þá minnist ég þess ekki að hafa séð neinar útlistanir á þeim framkvæmdum. Fjárhagsáætlunin varðandi framkvæmdirnar í Viðey var afskaplega laus í böndunum og stóðst engan veginn. Það var farið mjög mik- ið fram úr henni við framkvæmdirnar og miklar aukafjárveitingar veittar. Hvað varð- ar kirkjugarðsframkvæmdirnar sérstaklega þá voru þær alla vega ekki ræddar með þeim hætti að eftir þeim hafi verið tekið, en hvort það kom fram einhvers staðar á pappír þori ég ekki að fullyrða neitt um. — Það sem mér finnst fyrst og fremst óeðlilegt í þessu máli er þessi málshöfðun ríkissaksóknara á hendur Halli. í sjálfu sér held ég að löglega hafi verið að kirkjuga- rðsframkvæmdunum staðið, þó svo að deila megi um hvort borgaryfirvöld hafi farið af nægjanlegri gætni í þær, því það er vissulega mikið tilfinningamál þegar hróflað er við leiðum. Og það kentur mér mjög á óvart að ekki skyldi hafa verið haft samband við af- komendur Gunnars Gunnarssonar skálds. Það gefur alveg augaleið að það var illa að þessu máli staðið, og ég get vel skilið að mönnum hafi brugðið við aðkomuna meðan á framkvæmdunum stóð, sagði Sigurjón Pét- ursson að lokum í samtali við Þjóðlíf. Kristján Ari. Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fulltrúi: Heilög reiði höfundarins — Eftir því sem ég fæ best séð þá fyllist Hallur heilagri reiði vegna framkvæmd- anna, og ekki hvað síst vegna aðdraganda málsins, t.d. hvernig staðið var að ráðn- ingu séra Þóris sem staðarhaldara, eftir að hann hafði lýst því yfir í sjónvarpi að hann væri ráðinn í stöðuna, sagði Sigrún Magnúsdóttir borgarráðsmaður Frarn- sóknarflokksins er Þjóðlíf bað hana að skýra viðhorf sín til þessa máls. — Breytingin á kirkjugarðinum í Við- ey var kynnt fyrir okkur í borgarráði sem lítilsháttar lagfæring á garðinum. Ég minnist þess ekki að okkur hafi verið skýrt út á hvað hún gengi. Ég man að ég lagði þann skilning í þetta að það ætti að snyrta garðinn og laga til í honum, því vissulega var þarna allt í niðurníðslu, jafnt kirkjugarðurinn sem húsin. Reynd- in var síðan sú að framkvæmdirnar urðu miklu meiri að umfangi en hægt er að skýra með hugtakinu „lagfæring“. Hallur situr í borgarmálaráði með mér og ég hafði skýrt honum frá þessu og ýmsu öðru undarlegu í starfsháttum borg- aryfirvalda. Þannig að hluta til má segja að ég beri vissa ábyrgð á skrifum Halls, því vissulega var ég hneyksluð á vinnu- brögðunum. Og mér finnst heldur ekkert óeðlilegt að Hallur beini skrifum sínum að séra Þóri, því hann hafði svarað fyrir framkvæmdirnar sem staðarhaldari í Við- ey í viðtali við DV, þó hann hafi síðar afsalað sér ábyrgð í þessu máli. — Þegar svo deilurnar hófust milli af- komenda Gunnars Gunnarssonar rithöf- undar og borgaryfirvalda, með séra Þóri Stephensen í broddi fylkingar, vegna kirkjugarðsframkvæmdanna í Viðey, þá má segja að það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá Halli. Og hann skrifar greinina sem reiður ungur maður. Grein- in er reyndar mjög harðorð, en mér finnst ég hafa skilning á reiði hans. Hann er fyrst og fremst að skrifa um ákveðnar staðreyndir varðandi atburðinn og að mínu rnati er það fyrst og fremst það sem skiptir máli í greininni. - Ég mun fylgjast náið með fram vindu mála og mér þykir mér ekki ólík- legt að fjallað verði um þetta mál í borg- arráði og borgarstjórn, sagði Sigrún Magnúsdóttir að lokum. Kristján Ari. 16

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.