Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 21

Þjóðlíf - 01.04.1989, Page 21
INNLENT ir út fyrir þeim kostnaði sem af slíkum söfn- unum hlýst. Að því leytinu getur almenning- ur treyst því að framlög berist til réttra aðila. Ég er sannfærður um að starf okkar skilar árangri og að almenningur kann að meta það sem við erum að gera. Innan hreyfingarinnar starfa bæði konur og karlar sem hafa það að keppikefli að láta gott af sér leiða. Sjúkraheimili fyrir unga öryrkja Fjórða hvert ár stendur Lionshreyfingin fyrir fjársöfnun til stuðnings einhverju mál- efni með sölu á „rauðu fjöðrinni“ svoköll- uðu. Að sögn Svavars mun salan á „rauðu fjöðrinni“ fara fram 7. til 9. apríl n.k. „Með sölu „rauðu fjaðrarinnar“ í ár ætlum við að safna fyrir sjúkraheimili fyrir unga öryrkja, sem hafa bæklast af völdum slysa eða sjúk- dóma. Þetta fólk hefur margt orðið fyrir var- anlegum heilaskemmdum og í könnun sem hefur farið fram hefur komið í ljós að margir þessara ungu öryrkja dvelja nú á öldrunar- heimilum, við slæmar aðstæður. Það er eins og þetta fólk eigi hvergi höfði sínu að halla í kerfinu og því sé hvergi ætlað pláss. Þetta verkefni var valið samkvæmt ábendingu lækna, m.a. Páls Gíslasonar, og við vonumst til að almenningur aðstoði okkur við að hjálpa þessu fólki. Þetta sjúkraheimili að Reykjalundi mun verða rekið af aðilum þar. Ég tel það mikið mannúðarmál að hjálpa þessu unga fólki og því vonast ég til að undir- tektirnar verði góðar þegar „rauða fjöðrin" verður boðin almenningi til sölu“, sagði Svavar Gests, framkvæmdastjóri Lions- hreyfingarinnar á íslandi að lokum í spjalli við Þjóðlíf. Kristján Ari. Helgi Baidursson formaður söfnunarnefndarinnar fyrir framan nokkra kassa af gler- augum, sem enn bíða sjóndapurra notenda. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands afhendir Svavari Gests framkvæmdastjóra Lionshreyfingarinnar fyrstu gleraugun í söfnunni fyrir fjórum árum. Vinna að mannúðarmálum Aðspurður kvað Svavar megintilgang Lionsklúbbanna vera að hjálpa meðbræðr- um sínum í neyð og stuðla að betri skilningi manna og þjóða á milli. „Lionskúbbarnir eru í raun og veru vinnuhópar til að stuðla að góðum málefnum. Við stöndum reglulega fyrir fjársöfnunum til ákveðinna mála, t.d. tækjakaupa fyrir sjúkrahús. Það fé sem við söfnum fer alfarið í þau verkefni sem við erum að safna fyrir og klúbbarnir leggja sjálf- 21

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.