Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 22

Þjóðlíf - 01.04.1989, Side 22
INNLENT Tjörnin í Reykjavík. Sumir vísindamenn telja að lekinn úr vatnsveitukerfinu í gamla bænum sjái Tjörninni fyrir vatni. (Ijósm. Steinar) Hriplekt vatnsveitukerfi í Reykjavík Árlega leka allt aö 8 milljón rúmmetrar af vatni úr vatnsveitukerfi Reykjavíkurborgar. Lekinn samsvarar heildarvatnsmagni Hafra- vatns. I sumum borgarhlutum lekur meira vatnsmagn úr veitukerfinu en notendur fá í gegnum krana sína. Mælingar sýna að veitu- kerfið lekur að meðaltali um 30%. Þetta er mjög hátt hlutfall leka, því erlendis þykir 10% leki úr vatnsveitukerfi hámark þess sem unað verður við. Leki úr vatnslögnum getur borist langar leiðir áður en hann kemur upp á yfirborðið. og valdið skaða. Þannig getur vatnsflaumur- inn komið upp um gólfplötur húsa og valdið eignatjóni, jafnvel í húsum er standa við aðr- ar götur en lekinn á sér stað í. Einna verst er ástandið í Norðurmýrinni, en almennt séð er ástandið slæmt í gömlu borgarhverfunum. Að sögn Þórodds Sigurðssonar er mjög að- kallandi að þessi leki verði stöðvaður, því ekki er mögulegt að dæla meira en gert er úr Gvendarbrunnum sem er aðalvatnsból Rey kj avíkursvæðisins. Á Tjörnin lekanum líf sitt að launa? En vatnslekinn á sér ekki einvörðungu slæmar hliðar. Að sögn Árna Hjartarsonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun, kemur stór hluti Tjarnarvatnsins úr lekum vatnsleiðsl- um í hverfum umhverfis Kvosina. „Það er því spurning hvernig lífríki Tjarnarinnar myndi reiða af ef þessi leki yrði stöðvaður með öllu. Það hefur lagað sig að þessum aðstæðum og það þyrfti að grípa til einhverra hliðarráðstafana til verndar lífríkinu ef gert Skolpdælustöð. Athafnir holræsadeildarinnar taka mikið fjármagn, þannig að endur- lagnir holræsa hafa setið á hakanum og þess vegna hefur Vatnsveitan einnig beðið. 22

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.